fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Rekinn eftir 27 ár með Simpsons-fjölskyldunni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið hluti af teyminu á bak við Simpsons-fjölskylduna í 27 ár og komið að 560 þáttum er komið að leiðarlokum hjá Alf Clausen.

Er hættur eftir 27 ár með Simpsons-fjölskyldunni.
Alf Clausen Er hættur eftir 27 ár með Simpsons-fjölskyldunni.

Alf þessi var tónlistarstjóri þáttanna og allt frá annarri þáttaröð hefur hann séð um tónlistina. Síðasti þáttur hans, í tuttugustu og áttundu þáttaröðinni, var frumsýndur í maí síðastliðnum og reyndist það vera hans síðasti þáttur.

Í frétt Variety kemur fram að Alf hafi fengið þau skilaboð frá framleiðendum þáttanna að nú væri kominn tími á annarskonar tónlist. Forsvarsmenn Fox, sem framleiða þættina, hafa ekki tjáð sig um brottreksturinn. Ekki þykir þó loku fyrir það skotið að Fox hafi viljað spara.

Alla tíð hefur verið mikið lagt upp úr því að hafa góða tónlist í þáttunum. Þannig notaði Alf stóra, 35 manna hljómsveit í hverjum þætti og kostnaður við tónlistina og upptökur gat numið milljónum Bandaríkjadala á hverju ári.

Alf hefur á blómlegum ferli sínum hlotið 21 tilnefningu til Emmy-verðlauna og unnið til tveggja verðlauna. Líklega hafa fá ef einhver tónskáld fengið jafn margar Emmy-tilnefningar og hann. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi tónlistarstjóra Simpsons-þáttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“