fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Fókus

Ástríða Attenboroughs

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að sjónvarp RÚV fer að mestu leyti framhjá mér, ef undan eru skildar tíu mínútur inn í fréttatímann. Reyndar er sjónvarp ekki í hávegum haft á mínu heimili; það er bókstaflega á gólfinu og safnar löngum stundum ryki úti í horni.

Hvað sem því líður er ég þó áskrifandi að einhverjum hátt í hundrað rásum, sem fæstar hafa þess heiðurs notið að einoka skjáinn. Þá sjaldan sem ég dett í sjónvarpsgláp verður danska rásin DR1 fyrir valinu og þótt hún sé hugsuð fyrir Dani þá virðist ávallt hægt að finna þar eitthvað áhugavert.

En eina tegund sjónvarpsefnis fæ ég ekki staðist, og er án efa ekki einn um það. Þar er um að ræða allt sem David Attenborough, sá mikli snillingur, setur nafn sitt við. Þættir hans eru í senn fræðandi og staðfesting á stórkostleika dýraríkisins og fjölbreytileika.

Það verður þó að segjast eins og er að sú ánægja sem ég hef af slíkum þáttum er þó blandin trega enda gefa nýjustu tíðindi af dýraríkinu ekki ástæðu til mikillar bjartsýni varðandi tilvist fjölda dýrategunda.

Mannskepnunni hefur ekki verið gefið að lifa með öðrum dýrum og dýr og náttúra gjarna goldið lífshætti mannsins dýru verði.

Það er hverjum manni hollt að horfa á þætti Attenboroughs, skynja þá ástríðu og væntumþykju sem hann hefur til dýra og náttúru og, vonandi, tileinka sér þó ekki væri nema brot af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba