fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

John Heard látinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn John Heard er látinn, 71 árs gamall. Hann hafði gengist undir bakaðgerð og var að jafna sig á hóteli. Herbergisþerna kom að honum látnum.

Heard er frægustur fyrir leik sinn í gamanmyndunum Home Alone og Home Alone 2, en þar lék hann föður Macaulay Culkin, sem skildi ungan son sinn óvart eftir heima meðan aðrir fjölskyldumeðlimir héldu til Parísar. Sharon Heard, fyrrverandi eiginkona leikarans, segir hann hafa verið afar vandlátan þegar kom að því að velja hlutverk: „Hann gerði aldrei málamiðlanir. Á hverjum degi bárust honum handrit en honum stóð á sama um peninga.“ Hún segir einnig að hann hafi ekki verið hrifinn af því að vera stöðugt kenndur við Home Alone myndirnar. Uppáhaldshlutverk hans hafi verið í spennumyndinni Cutter’s Way.

Heard var kvæntur Sharon frá 1988 til 1996. Þau áttu saman tvö börn, Anniku og Max. Max lést árið 2016 í svefni. „John og Max voru báðir skapandi, þjáðir og fallegir snillingar,“ segir Sharon um fyrrverandi eiginmann sinn og son þeirra. Áður en Heard kvæntist Sharon var hann í hjónabandi með leikkonunni Margot Kidder sem stóð einungis í sex daga. Hann eignaðist son, John Matthew, með leikkonunni Melissu Leo. Siðasta eiginkona var Lara Pritchard og það hjónaband stóð í tæpt ár, en þau héldu vinskap. Sharon segir líklegt að leikarinn hafi í hugsunarleysi tekið of stóran skammt af verkalyfjum sem hafi orðið honum að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“