fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Martin Landau látinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 22. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Martin Landau lést nýlega, 89 ára að aldri. Hann hlaut Óskarscverðlaun árið 1994 fyrir túlkun sína á hryllingsmyndaleikaranum Bela Lugosi í kvikmyndinni Ed Wood og hlaut einnig Golden Globe og Screen Actors Guild verðlaunin fyrir þetta sama hlutverk.

Sautján ára gamall varð Landau teiknimyndateiknari hjá New York Daily News, en hætti fimm árum síðar til að snúa sér að kvikmyndaleik. Árið 1955 sótti hann um inngöngu í leiklistarskóla Lee Strasberg og hann og Steve McQuenn voru einu nýliðarnir af rúmlega 2000 umsækjendum sem fengu samþykki það árið.

Laundau lék á sviði og árið 1959 vakti hann athygli fyrir leik sinn í einni af bestu myndum Alfred Hitchcock, North by Northwest þar sem hann lék af mikilli snilld illmenni sem er á hælunum á Cary Grant og Evu Marie Saint. Hann lék í nokkur ár í sjónvarpsþáttunum Mission Impossible, og vann til Golden Globe verðlauna. Hlutverk hans voru mörg minnisstæð og má þar nefna leik hans í mynd Woody Allen, Crimes and Misdemeanors, þar sem hann lék mann sem lætur drepa ástkonu sína þegar honum finnst hún verða orðin til leiðinda. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn.

Á sínum tíma hafnaði hann hlutverki dr Spock í Star Trek sjónvarpsþáttunum,. Hann sagði að það hefði orðið kvöl og pína fyrir sig að leika það hlutverk. „Hver vill leika mann sem talar ætíð í sömu tóntegund, kemst aldrei í uppnám, fær aldrei sektarkennd og er aldrei hræddur?“ sagði hann. Vinur hans Leonard Nimoy tók að sér hlutverkið og varð heimsfrægur.

Hann hlaut Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðu sína.
Í Mission Impossible Hann hlaut Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðu sína.

Laundau var kvæntur leikkonunni Barböru Bain á árunum 1957-1993 en þau skildu. Þau eignuðustu tvær dætur. Um þessar mundir er unnið er að gerð heimildamyndar um Landau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“