fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Alice Cooper vildi ekki deyja

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 15. júlí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alice Cooper er orðinn 69 ára en er enn að. Geisladiskur er nýkominn út og ýmsir tónleikar eru á dagskránni. Í viðtali við Sunday Times segist Cooper hafa verið edrú í 35 ár. Hann segir að á villtu árunum þegar hann stundaði áfengis- og kókaínneyslu hafi hann vaknað á morgnana og ælt blóði. Þá hafi hann farið að skynja viðvörunarmerkin. „Þegar maður drekkur og er í kókaínneyslu eru áhrifin þau að manni finnst maður geta gert hvað sem er. En svo kemur að skuldadögum,“ segir hann. „Ég vildi ekki deyja eins og Jim Morrison og Jimi Hendrix.

Maður verður frægur og þegar það gerist fær maður engan leiðarvísi sem segir manni hvernig maður eigi að haga lífinu. Skyndilega stendur manni allt sælgæti heimsins til boða og hefur ekki hugmynd um hvernig maður eigi að bera sig að.“

Cooper stundar golf svo að segja á hverjum morgni. „Það er ekkert eiturlyfjavandamál, ekkert áfengisvandamál. Fjárhagurinn er góður. Það er ekkert stress í gangi,“ segir hann. Allt er svo í lukkunar velstandi í einkalífinu. Hann hefur verið giftur sömu konunni í 41 ár og þau eiga börn og barnabörn.

Í viðtalinu segir Cooper frá því að hann hafi eitt sinn beint byssu að Elvis Presley. „Hann sagði mér að beina byssuhlaupinu að sér og eitt augnablik hvarflaði að mér að skjóta hann í fótinn. Það hefði verið mesta stórfrétt rokksögunnar,“ segir Cooper sem lét ekki undan þessari löngun, en nokkrum árum fyrr hafði hann í ölæði og fyrir slysni skotið trommara hljómsveitar sinnar í ökklann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna