fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Rembrandt og Lucretia

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 21. maí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska heimildamyndin, sem RÚV sýndi síðastliðið mánudagskvöld, um síðustu árin í lífi Rembrandts, kannski mesta málara allra tíma, var á köflum býsna áhrifamikil. Ekki síst undir lokin þegar umsjónarmaður þáttarins rýndi mjög nákvæmlega í mynd Rembrandts af sjálfsmorði Lucretiu. Þarna var sögð afar átakanleg saga um grimm örlög ungrar konu. Lengi var staldrað við þessa mynd og aðra sem Rembrandt málaði af Lucretiu. Svo ítarlega var sagan sögð að maður á alltaf eftir að hafa sterkar taugar til þessara tveggja mynda og Lucretiu. Og auðvitað gleymir maður ekki Rembrandt, þessum stórkostlega listamanni sem kunni betur á ljós og skugga en nokkur annar.

Í myndinni var sagt eitthvað á þá leið að fáir hafi vitað betur en Rembrandt hvernig tíminn fer með andlitið. Því til sönnunar voru sýndar myndir listamannsins af gömlu fólki, þar sem hver hrukka og lína var til marks um lífsreynslu og þroska. Um leið áttaði maður sig á því að slétt og hrukkulaus andlit eru ekkert sérlega spennandi, því þau segja svo litla sögu.

Snilldarleg listaverk ættu ekki að fara úr tísku en samt henti það að ekki varð lengur eftirspurn eftir verkum listamannsins. Þau þóttu of gróf og ljótleiki sömuleiðis of fyrirferðarmikill. Okkur voru sýnd málverk sem þóttu betri en verk Rembrandts og það var vandræðalegt að sjá þær líflausu glansmyndir. Furðulegt hvað samtímamenn geta misreiknað sig illilega í mati í list.

Rembrandt lifði það að verða gjaldþrota, sárafátækur og aleinn. Hann átti svo miklu betra skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“