fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Rembrandt og Lucretia

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 21. maí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska heimildamyndin, sem RÚV sýndi síðastliðið mánudagskvöld, um síðustu árin í lífi Rembrandts, kannski mesta málara allra tíma, var á köflum býsna áhrifamikil. Ekki síst undir lokin þegar umsjónarmaður þáttarins rýndi mjög nákvæmlega í mynd Rembrandts af sjálfsmorði Lucretiu. Þarna var sögð afar átakanleg saga um grimm örlög ungrar konu. Lengi var staldrað við þessa mynd og aðra sem Rembrandt málaði af Lucretiu. Svo ítarlega var sagan sögð að maður á alltaf eftir að hafa sterkar taugar til þessara tveggja mynda og Lucretiu. Og auðvitað gleymir maður ekki Rembrandt, þessum stórkostlega listamanni sem kunni betur á ljós og skugga en nokkur annar.

Í myndinni var sagt eitthvað á þá leið að fáir hafi vitað betur en Rembrandt hvernig tíminn fer með andlitið. Því til sönnunar voru sýndar myndir listamannsins af gömlu fólki, þar sem hver hrukka og lína var til marks um lífsreynslu og þroska. Um leið áttaði maður sig á því að slétt og hrukkulaus andlit eru ekkert sérlega spennandi, því þau segja svo litla sögu.

Snilldarleg listaverk ættu ekki að fara úr tísku en samt henti það að ekki varð lengur eftirspurn eftir verkum listamannsins. Þau þóttu of gróf og ljótleiki sömuleiðis of fyrirferðarmikill. Okkur voru sýnd málverk sem þóttu betri en verk Rembrandts og það var vandræðalegt að sjá þær líflausu glansmyndir. Furðulegt hvað samtímamenn geta misreiknað sig illilega í mati í list.

Rembrandt lifði það að verða gjaldþrota, sárafátækur og aleinn. Hann átti svo miklu betra skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk