fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Frumraun David Beckham á hvíta tjaldinu: Áhorfendur ekki par hrifnir

Leikur hlutverk í myndinni King Arthur: Legend of the Sword í leikstjórn Guy Ritchie

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórmyndin „King Arthur: Legend of the Sword“ verður frumsýnd hérlendis í dag. Myndin, sem er í leikstjórn Guy Ritchie, skartar stjörnum á borð við Charlie Hunnam, Jude Law, Eric Bana og Djimon Hounsou í helstu hlutverkum. Ævintýrið þekkta hefur hlotið blendin viðbrögð kvikmyndaunnenda. Myndin hefur til að mynda hlotið 7,2 í einkunn á kvikmyndavefnum IMDB, sem að þykir nokkuð gott, en aftur á móti fær hún aðeins 21% einkunn á Rottentomatoes.com sem þykir arfaslakt.
Myndin hefur hlotið mikla athygli vegna þeirrar staðreyndar að knattspyrnuhetjan David Beckham þreytir frumraun sína í alvöru hlutverki á hvíta tjaldinu. Leikur hann skylmingarkappann Trigger sem á samskipti við aðalsöguhetjuna á mikilvægum tímapunkti í myndinni.

Óhætt er að segja að aðdáendur virðast ekki vera hrifnir af frammistöðu Beckham. Daily Mail tók saman viðbrögð áhorfenda á Twitter og voru þau í meira lagi neikvæð. Meðal annars fullyrtu margir að þeir myndu ekki horfa á myndina aðeins útaf því að Beckham leikur hlutverk í henni.

Atriðið með Beckham er að sjálfsögðu komið á Youtube og nú geta lesendur DV dæmt. Á David Beckham framtíðina fyrir sér í leiklist?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á