fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Er síðasta þáttaröðin af Game of Thrones ekki endalokin?

Orðrómur um nýja þætti sem byggðir verða á veröld George RR Martin

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. maí 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið Variety færir aðdáendum Game of Thrones-þáttanna á HBO hugsanleg gleðitíðindi í dag. Heimildir blaðsins herma nefnilega að áttunda og síðasta þáttaröðin af GOT tákni ekki endilega endalok vörumerkisins. Variety greinir frá því að HBO hafi ráðið til sín fjóra handritshöfunda til að skrifa hugsanlega aukaafurð (e. spinoff) út frá þáttunum vinsælu.

Áttunda þáttaröðin af GOT verður sýnd á næsta ári en aukaafurð myndi gera HBO-sjónvarpstöðinni kleift að halda lífi vörumerkinu. Skiljanlega er áhugi fyrir því enda um að ræða vinsælustu þáttaröð HBO frá upphafi. Heimildir Variety herma að handritshöfundarnir séu ekki undir neinni tímapressu og fái allan þann tíma sem þeir þurfi til að skrifa handrit að þáttum sem myndu „kafa dýpra í mismunandi tímabil í umfangsmikinn ævintýraheim George RR Martin“ eins og það er orðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk