fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Poirot bregst ekki

RÚV sýnir þætti með spæjaranum glöggskyggna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 6. maí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf ekki alltaf langan tíma til að segja góða glæpasögu. Það sýnir sig í Poirot-þáttunum sem RÚV sýnir á föstudagskvöldum. Þeir eru tæplega klukkustundar langir en ekkert er gefið eftir. Í fyrsta þættinum tókst til dæmis að koma fyrir nokkrum morðum, sem voru fremur óhugguleg. Þarna var á ferð afar kaldrifjaður morðingi sem einskis sveifst og reyndi meira að segja að drepa Poirot. Þar varð hann uppvís að ákveðnu dómgreindarleysi því enginn má við Poirot.

Þetta eru þættir fyrir hæfilega gamaldags fólk sem vill horfa á fallegt umhverfi, fá hæfilega spennu og nokkur morð en ekki of mikinn viðbjóð. Þetta eru semsagt þættir sem bjóða upp á notalega kvöldstund fyrir þau okkar sem geta ekki hugsað sér að vera í hávaðanum á barnum heldur vilja hreiðra um sig heima. Af hverju að að eiga heimili ef maður nennir aldrei að vera þar?

Margir leikarar hafa spreytt sig á hlutverki Poirot, þar á meðal Albert Finney og Peter Ustinov. Enginn stenst þó samanburð við David Suchet sem er Poirot holdi klæddur. Suchet skilur Poirot. Hann sýnir okkur hégómleika hans, en Poirot stenst ekki hrós og skjall, enda fjarska vel meðvitaður um eigið ágæti. Suchet sýnir okkur einnig næmleikann og skarpskyggnina sem einkennir Poirot, en nær ekkert fer framhjá honum.

Þarna er á ferð hin besta skemmtun sem vonandi endist sem lengst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“