fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Barátta dýranna

Fyrsti þáttur Planet Earth var áhrifamikill og fullur spennu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 1. apríl 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti þáttur Planet Earth 2, breska heimildamyndaflokksins með Sir David Attenborough, var sýndur á RÚV síðastliðið mánudagskvöld og var stórbrotinn, eins og búast mátti við. Þar sáum við áhrifamiklar myndir af dýrum á fjarlægum og afskekktum eyjum. Þar á meðal var letidýr sem lagði á sig langferð í leit að maka og reyndi að flýta sér eins og hægt var. Í ljós kom að letidýr að hraða sér er lengi á leiðinni, enda virðist það hugsa með sjálfu sér: „Kemst þó hægt fari.“ Karldýrið fór fýluferð því þegar það þóttist hafa fundið sína heittelskuðu reyndist hún vera ung móðir sem hafði engan áhuga á því.

Þarna var líka kómódódreki sem mér finnst ógurlega flott dýr, kannski vegna þess að það minnir mig á litla útgáfu af risaeðlu. Ég er, eins og börnin, heilluð af risaeðlum og kómódódreki jafnast ekki alveg á við þær en getur samt ekki valdið vonbrigðum enda stærsta eðla sem nú býr á hnettinum, þrír metrar og 70 kíló.

Svo sáum við mörgæsirnar sem búa á alveg sérstakri mörgæsaeyju þar sem lífsbaráttan er stundum verulega hörð. Ég varð ósköp meyr þegar ég horfði á þann hluta þáttarins. Foreldrarnir leggja sig hvað eftir annað í lífshættu til að ná í mat handa afkvæmum sínum. Þarna sáust blóðugar og stórlaskaðar mörgæsir haltra um eftir að hafa lent í öldugangi og kastast á kletta. Þær virtust ekki niðurbrotnar heldur báru sig með nokkurri reisn. Engar nútímadekurdrósir, þessar mörgæsir, þær vita að lífsbaráttan er hörð og væla ekki, ólíkt okkur nútímamönnum sem erum ógurlegar væluskjóður.

Það voru ótal spennuaugnablik í þessum þætti eins og þegar ungar sækembur mættu ógnvekjandi óvinaher snáka. Kvikmyndatakan var frábær og tónlist var markvisst notuð til að magna spennuna. Maður sat límdur fyrir framan skjáinn og samúð manns var öll hjá litlu sækembunum sem virtust ekki eiga sér lífsvon í baráttu við hina miskunnarlausu snáka sem spruttu upp hvar sem var, staðráðnir í að drepa. Þetta var Óskarsverðlaunaatriði!

Þessi spennuþrungni dýralífsþáttur heldur áfram næsta mánudagskvöld. Það er tilhlökkunarefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk