fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Vandað og fagmannlegt handverk

PKdM arkitektar verðlaunaðir fyrir hátækniverksmiðju Alvogen í Vatnsmýri

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 17. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV í byggingarlist fara til PKdM arkitekta fyrir hönnun á skrifstofum og hátækniverksmiðju Alvogen í Vatnsmýrinni. Þetta er annað árið í röð sem stofan hlýtur verðlaunin, en í fyrra var hún verðlaunuð fyrir orlofshús Bandalags Háskólamanna í Brekkuskógi.

Þessi verkefni voru einnig tilnefnd

Dómnefnd: Aðalheiður Atladóttir (formaður), Laufey Agnarsdóttir og Þórarinn Malmquist.

Fosshótel Jökulsárlón, hannað af Bjarna Snæbjörnssyni, arkitekt FAÍ.

Saxhóll, viðkomu- og útsýnisstaður hannaður af Landslag.

Fangelsið Hólmsheiði, hannað af Arkís.

Áningarstaður við Stórurð í Dyrfjöllum hannaður af Zero Impact Strategies.

Í umfjöllun dómnefndar um verðlaunabygginguna segir: „Nýbygging líftæknifyrirtækisins Alvotech er hluti af skipulagi Vísindagarða í Vatnsmýrinni. Byggingin er þrískipt með inndregna efstu hæð. Norðurálman hýsir skrifstofur fyrir almennan rekstur. Fyrir miðju er framleiðsluhlutinn þar sem fer fram þróun og síðar einnig vinnsla. Suðurálman hýsir vinnurými fyrir rannsóknarteymin sem vinna í framleiðsluhlutanum. Undir öllu er kjallari með tæknirýmum og bílageymslu. Anddyrið er rúmgott þriggja hæða rými sem tengir saman öll skrifstofurými norðanmegin. Í millibilinu milli norðurálmu og framleiðsluhluta er hringstigi sem er fókuspunktur hússins og er vel sýnilegur að utan.

Listaverk leika stórt hlutverk í upplifun á rýmum utan sem innan. Við norðurenda lóðar er listaverk eftir Sigurð Guðmundsson og stórt vegglistaverk eftir Erró skreytir matsalinn á efstu hæð. Vinnurými eru björt, opin og mjög vel skipulögð. Efnis- og litaval er einfalt en þar sem ólík efni eða litir mætast er gaumur gefinn að bestu lausn hverju sinni. Vegna starfseminnar er þó nokkuð af lokuðum flötum á úthliðum. Markvisst er unnið að því að brjóta upp skalann með opnum og lokuðum flötum, lóðréttum og láréttum línum í forsteyptum einingum. Það gefur byggingunni manneskjulegan mælikvarða og aðlagar hana að næsta nágrenni. Aðalinngangur er gerður sýnilegri með lóðréttu líparíti. Deili, utan og innan, eru úthugsuð og fáguð í sínum einfaldleika. Að mati dómnefndar er byggingin einstaklega fallegt dæmi um velheppnaða samvinnu og metnað allra þeirra aðila sem komu að verkinu, bæði á hönnunar- og framkvæmdatíma, til að skila af sér vönduðu og fagmannlegu handverki.“

Mynd: Alvogen

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lesandi Morgunblaðsins hafði áhyggjur af því að blaðamaður væri gervigreindarforrit

Lesandi Morgunblaðsins hafði áhyggjur af því að blaðamaður væri gervigreindarforrit
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“