fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Menningarverðlaun DV 2016: Tilnefningar fyrir fræði

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 4. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt miðvikudaginn 15. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum, en auk þess veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða veitt. Föstudaginn 3. mars hefst netkosning á dv.is sem stendur til miðnættis 14. mars, þar sem lesendum gefst tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni hreppir lesendaverðlaun dv.is.

Taktu þátt í kosningunni!


Tilnefningar fyrir fræði

.
Guðrún Ingólfsdóttir .

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar eftir Guðrúnu Ingólfsdóttur

Í verkinu Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar fjallar Guðrún Ingólfsdóttir um sambúð bóka og íslenskra kvenna á líflegan og einkar læsilegan hátt. Mikið nýmæli er að bókinni enda hefur svipuð rannsókn á bókmenningu kvenna hvorki verið gerð hérlendis né erlendis. Bókin er einstaklega vönduð og með rannsókn sinni opnar Guðrún lesendum nýja sýn og merkilega á líf íslenskra kvenna á miðöldum til 1730. Bókin er fjársjóður fyrir þau sem eru áhugasöm um kvennasögu og kvennabókmenntir.

Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinsson

Íslenskar fléttur Harðar Kristinssonar er yfirgripsmikið verk sem kynnir fyrir lesendum nærfellt fjögurhundruð íslenskar fléttur og kennir þeim að greina þær algengustu á einfaldan hátt. Áratuga rannsóknarvinna liggur að baki bókinni og ljósmyndir í henni eru greinilegar og gagnlegar. Ekki er minnst um vert hve Hörður hefur verið snjall við að finna fléttunum nöfn: Snepaskóf, karpataflíra, skeljaskóf, loðbreyskja, kvistamerla, toppaglæta, deiglugrotta, hrímstrympa og snúingelgja. Falleg og fróðleg bók sem unnin hefur verið af mikilli elju, kunnáttu og ástríðu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Leitin að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson

Í Leitinni að svarta víkingnum fléttar Bergsvein Birgisson saman rannsóknum fræðimannsins og innblæstri skáldsins á eftirtektarverðan og spennandi hátt. Í bókinni segir hann sögu Geirmundar heljarskinns, sem var dökkur á húð og hár eins og viðurnefnið gefur til kynna, en í bókinni birtist einnig önnur og dekkri mynd af íslensku landnámi en sögubækurnar hafa haldið mikið á lofti. Samhliða sögunni af Geirmundi leyfir Bergsveinn lesandanum að fylgjast með rannsóknarvinnunni, vangaveltum og jafnvel angist fræðimannsins og skyggnast inn í hugsanagang höfundarins. Spennandi, fróðleg og sérstæð bók.

Nóttin sem öllu breytti eftir Sóleyju Eiríksdóttur

Í Nóttin sem öllu breytti eftir þær Sóleyju Eiríksdóttur og Helgu Guðrúnu Johnson er fjallað um snjóflóðið sem féll á Flateyri fyrir rúmum tuttugu árum en sú fyrrnefnda komst lífs af úr þeim. Í bókinni lýsir Sóley reynslu sinni og annarra íbúa bæjarins af snjóflóðinu og þeim erfiðu tímum sem í hönd fóru. Bókin er fallega hönnuð með kortum og myndum. Hér er fléttað saman persónulegri reynslu og rannsóknum á snjóflóðum og útkoman er áhrifamikil og blátt áfram.

Mynd: © Þorsteinn Surmeli 2016

Jón lærði eftir Viðar Hreinsson

Jón Guðmundsson, sem fékk viðurnefnið lærði, er einn mesti fræðimaður sem Ísland hefur alið. Viðar Hreinsson rekur sögu Jóns í Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, miklu ritverki sem er ekki bara glæsilega hannað og upp sett heldur líka skrifað af mikilli íþrótt og byggir á margra ára rannsóknum. Sagan af Jóni og samtíma hans lifnar við í meðförum Viðars sem púslar saman heimildabrotum úr ýmsum áttum af mikill list í ljóðrænum texta sem er í senn læsilegur og fræðandi.

Dómnefnd: Árni Matthíasson (formaður), Hildigunnur Þráinsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir.

Hver á að hljóta lesendaverðlaun dv.is – Taktu þátt í kosningunni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland

Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar sumt en hækkar annað – Verðlag hækkar langmest í Iceland
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim

United horfir til Þýskalands – Talið að hann sé fullkominn fyrir Amorim
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir

Hættu við á síðustu stundu út af leikmanni Manchester United – Ekki allir í klefanum sáttir
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skilaboðum til Ronaldo lekið – Þetta stóð í þeim

Skilaboðum til Ronaldo lekið – Þetta stóð í þeim
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Ágúst hvetur fólk til að passa sig á þessu um jólin

Ágúst hvetur fólk til að passa sig á þessu um jólin