fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Óvæntir gestir á Óskarnum

Ferðamenn hittu stórstjörnur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 14:30

Ferðamenn hittu stórstjörnur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni er allt fyrst og það hlaut að koma að því að tilkynnt yrði um rangan sigurvegara á Óskarsverðlaunahátíð. Framvegis verður ár hvert, þegar kemur að umfjöllun um Óskarinn, rifjað upp þegar La La Land var ranglega kynnt sem besta myndin. Mjög líklega neyðarlegustu mistök í sögu þessara merku verðlauna.

Tóku sporið á rauða dreglinum.
Jeff Bridges og frú Tóku sporið á rauða dreglinum.

Þótt mistökin skyggi á allt annað sem gerðist þetta kvöld þá verður því ekki á móti mælt að hátíðin var mikil afbragðsskemmtun og sum atriðin eru næstum því jafn eftirminnileg og mistökin í lokin. Þar má nefna þegar hópi ferðamanna, sem verið höfðu í útsýnisferð í borginni, var vísað inn í Dolby-leikhúsið og síðan bent á að fara inn um dyr og komu þá beint inn í salinn þar sem verðlaunaathöfnin var í fullum gangi. Maður getur vel ímyndað sér svipinn á manni sjálfum ef maður stæði skyndilega frammi fyrir Meryl Streep og Nicole Kidman. Viðbrögð ferðamannanna voru dásamleg, þeir voru gjörsamlega slegnir út af laginu en áttuðu sig smám saman á heppni sinni og sýndu ofsakæti. Stjörnurnar sýndu svo sannarlega úr hverju þær eru gerðar. Í hópi ferðamanna voru brúðhjón og Jennifer Aniston gaf konunni sólgleraugun sín. Þarna var líka kærustupar sem ætlar að gifta sig í sumar. Konan upplýsti að Denzel Washington væri uppáhaldsleikari sinn og leikarinn stóð upp úr sæti sínu og brá sér í nokkrar sekúndur í hlutverk prests og gaf þau saman. Nýbakaður Óskarsverðlaunahafi, Mahershala Ali, úr Moonlight, leyfði svo ferðamönnum að halda á styttunni. Svo voru vitanlega teknar myndir í bak og fyrir. Ógleymanleg stund fyrir hina mjög svo heppnu ferðamenn.

Gaf sólgleraugun sín.
Jennifer Aniston Gaf sólgleraugun sín.

Ekki kunna allir að tapa en það kann hinn geðugi Jeff Bridges sannarlega, en hann var tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þegar tilkynnt var að Mahershala Ali hefði verið valinn besti leikari í þeim flokki teygði Bridges hönd sína í átt til hans til að óska honum til hamingju. Ali sá það ekki strax, var á leið upp á svið en áttaði sig og sneri við til að taka við hamingjuóskum stórleikarans. Verulega falleg stund!

Það var líka gaman að sjá hljóðmanninn Kevin O’Connell loksins hampa Óskarnum. Tuttugu sinnum hafði hann verið tilnefndur til verðlaunanna en alltaf tapað, þar til núna. Hann vann í tuttugustu og fyrstu lotu fyrir Hawksaw Ridge, mynd Mel Gibson. Hann varð skiljanlega afar kátur og það var ekki erfitt að samgleðjast honum, enda fagnaði salurinn honum innilega.

Það gerðist sannarlega fleira eftirminnilegt en það að tilkynnt var um rangan sigurvegara í einum flokki!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind tók eftir því að karlmaður í salnum var að stara á hana – „Hann fann mig og hringdi í mig“

Sara Lind tók eftir því að karlmaður í salnum var að stara á hana – „Hann fann mig og hringdi í mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni