fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Þjáningin skilaði Óskarsverðlaunum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 18. febrúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarar þurfa oft að leggja mikið á sig í krefjandi hlutverkum. Hér eru dæmi um leikara sem þjáðust við tökur á kvikmyndum en eftir mikið erfiði uppskáru þeir Óskarsverðlaun.

Daniel Day Lewis er þekktur fyrir að lifa sig inn í hlutverk sín. Árið 1989 lék hann fjölfatlaðan írskan listamann í myndinni My Left Foot. Til að setja sig sem mest inn í hlutskipti persónu sinnar fór leikarinn ekki úr hjólastólnum allan þann tíma sem unnið var að myndinni og á matmálstímum var hann mataður með skeið. Á þessum tíma rifbeinsbrotnaði leikarinn tvisvar. Hann fékk fyrstu Óskarsverðlaun sín af þremur fyrir frábæran leik í myndinni.
Fór ekki úr hjólastólnum Daniel Day Lewis er þekktur fyrir að lifa sig inn í hlutverk sín. Árið 1989 lék hann fjölfatlaðan írskan listamann í myndinni My Left Foot. Til að setja sig sem mest inn í hlutskipti persónu sinnar fór leikarinn ekki úr hjólastólnum allan þann tíma sem unnið var að myndinni og á matmálstímum var hann mataður með skeið. Á þessum tíma rifbeinsbrotnaði leikarinn tvisvar. Hann fékk fyrstu Óskarsverðlaun sín af þremur fyrir frábæran leik í myndinni.

Anne Hathaway lagði ýmislegt á sig til að vera sannfærandi Fantine í Vesalingunum. Sítt hár sitt lét hún klippa stutt og hún léttist um 13 kíló með því að nærast á salati og haframjöli. Fyrir vikið varð hún svo mögur og viðkvæm að hún handleggsbrotnaði þegar hún féll af reiðhjóli. Hún segir það hafa tekið margar vikur að jafna sig eftir að tökum var lokið. Hún átti sannarlega skilið Óskarinn sem hún fékk fyrir leik sinn í myndinni.
Nærðist á salati og haframjöli Anne Hathaway lagði ýmislegt á sig til að vera sannfærandi Fantine í Vesalingunum. Sítt hár sitt lét hún klippa stutt og hún léttist um 13 kíló með því að nærast á salati og haframjöli. Fyrir vikið varð hún svo mögur og viðkvæm að hún handleggsbrotnaði þegar hún féll af reiðhjóli. Hún segir það hafa tekið margar vikur að jafna sig eftir að tökum var lokið. Hún átti sannarlega skilið Óskarinn sem hún fékk fyrir leik sinn í myndinni.

Natalie Portman missti 10 kíló og æfði ballet minnst átta tíma á dag fyrir hlutverk sitt í The Black Swan. Hún segist varla hafa bragðað mat á þeim tíma. Álagið var svo mikið að hún missti táneglur og brákaði rif. „Stundum hélt ég að ég myndi bókstaflega deyja,“ sagði hún. Það hljóta að hafa verið sárabætur fyrir allt erfiðið að hún skyldi vinna til Óskarsverðlauna.
Hélt að hún myndi deyja Natalie Portman missti 10 kíló og æfði ballet minnst átta tíma á dag fyrir hlutverk sitt í The Black Swan. Hún segist varla hafa bragðað mat á þeim tíma. Álagið var svo mikið að hún missti táneglur og brákaði rif. „Stundum hélt ég að ég myndi bókstaflega deyja,“ sagði hún. Það hljóta að hafa verið sárabætur fyrir allt erfiðið að hún skyldi vinna til Óskarsverðlauna.

Árið 2008 lék Kate Winslet í myndinni The Reader og lék þar fangavörð í útrýmingarbúðum nasista. Hlutverkið tók mjög á leikkonuna sem var tvo mánuði að jafna sig eftir að kvikmyndatökum var lokið. „Það var eins og ég hefði sloppið lifandi frá alvarlegu bílslysi og hefði þörf fyrir að skilja hvað hefði gerst,“ sagði hún. Leikkonan fékk bæði Golden Globe og Óskarsverðlaun fyrir frammistöðuna.
Var tvo mánuði að jafna sig Árið 2008 lék Kate Winslet í myndinni The Reader og lék þar fangavörð í útrýmingarbúðum nasista. Hlutverkið tók mjög á leikkonuna sem var tvo mánuði að jafna sig eftir að kvikmyndatökum var lokið. „Það var eins og ég hefði sloppið lifandi frá alvarlegu bílslysi og hefði þörf fyrir að skilja hvað hefði gerst,“ sagði hún. Leikkonan fékk bæði Golden Globe og Óskarsverðlaun fyrir frammistöðuna.

Til að setja sig inn í hlutverk píanóleikara á ógnartímum nasista æfði Adrien Brody sig í fjóra tíma á dag á píanó. Persóna hans í myndinni var maður sem svalt og til að skilja hvernig tilfinning það er fór leikarinn í stranga megrun og missti 15 kíló á sex vikum. Brody sagði að hann hefði lifað sig svo mjög inn í persónuna að stundum hefði hann óttast um geðheilsu sína.
Óttaðist um geðheilsu sína Til að setja sig inn í hlutverk píanóleikara á ógnartímum nasista æfði Adrien Brody sig í fjóra tíma á dag á píanó. Persóna hans í myndinni var maður sem svalt og til að skilja hvernig tilfinning það er fór leikarinn í stranga megrun og missti 15 kíló á sex vikum. Brody sagði að hann hefði lifað sig svo mjög inn í persónuna að stundum hefði hann óttast um geðheilsu sína.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“