fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

„Hlakka mikið til að vinna með þessu virta hæfileikafólki“

Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í sinni fyrstu Hollywood-mynd

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust fréttir af því að Hera Hilmarsdóttir hefði verið ráðin til að fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Mortal Engines. Að baki myndinni stendur Jackson, Peter Jackson, sem er þekktastur fyrir þríleikinn um Hringadróttinssögu. Leikstjóri myndarinnar er Cristian Rivers.

Mortal Engines er byggð á samnefndri bók eftir Philip Reeve, úr bókaflokknum Predator Cities. Sagan gerist í framtíðinni en höfundurinn hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir bókina, svo sem bókaverðlaun Guardian og Los Angeles Times.

Um er að ræða fyrstu Hollywood-mynd Heru. Hún mun leika hlutverk Hester Shaw. Robert Sheehan og Ronan Raftery fara með önnur aðalhlutverk. Gert er ráð fyrir að myndin verði sýnd í desember á næsta ári.

Hera staðfestir í orðsendingu til DV að þessi sé raunin, en getur ekki tjáð sig mikið um hlutverkið að svo stöddu. „Ég get staðfest að þetta er að gerast og ég er að fara í tökur á Mortal Engines í ár. Þetta er allt ennþá mjög nýtt og ég get ekki sagt mikið meira um það að svo stöddu annað en að þetta er frábært tækifæri og ég hlakka mikið til að vinna með þessu virta hæfileikafólki sem kemur að myndinni.“

Hún segir við DV að þangað til ætli hún að einbeita sér að Andaðu, leikritinu sem hún leikur í og sýnt er í Iðnó þessa daganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“