fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Stuttmyndin Ungar fær aðalverðlaunin í Ástralíu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. janúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur hlaut aðalverðlaun Flickerfest hátíðarinnar í Ástralíu í gærkvöldi, Klapptré segir frá. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en hún hefur ekki áður verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi.

Myndin valin besta íslenska stuttmyndin á Alþjóðlegukvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, og á Northern Wave hátíðinni í Snæfellbsæ síðastliðið haust. Næst verður myndin sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Gautaborg sem hefst í lok janúar.

Ungar fjallar um einstæðan föður sem vill uppfylla draum ungrar dóttur sinnar um að halda náttfatapartí fyrir vinkonur sínar, en það verður flóknara en hann hélt vegna allra reglanna í nútímasamfélagi.

Ólafur Darri Ólafsson, Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, Agla Bríet Gísladóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með helstu hlutverk í myndinni. Framleiðendur eru Eva Sigurðardóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“