fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Tvær nýjar íslenskar myndir frumsýndar

Hjartasteinn og A Reykjavík Porno komnar í almenna sýningu

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 13. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær leiknar íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar á Íslandi í kvöld, föstudaginn 13. janúar. Þetta eru Hjartasteinn og A Reykjavík Porno.

Hjartasteinn, sem er eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, er ljúfsár þroskasaga sem gerist á einu örlagaríku sumri í íslensku smáþorpi. Myndin fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin, uppgötva nýjar tilfinningar og hneigðir. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim að undanförnu, meðal annars aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga á kvikmyndahátíðinni í Lübeck.

A Reykjavík Porno er skosk-íslensk framleiðsla. Það er Skotinn Graeme Maley sem skrifar og leikstýrir, en aðalleikararnir og mikill fjöldi þeirra sem koma að myndinni eru Íslendingar. Myndin, sem gerist á myrkasta tíma ársins í Reykjavík, fjallar um ungan mann sem er kynntur fyrir vafasamri klámsíðu. Forvitnin hleypur bráðlega með hann í gönur og í kjölfarið hefst örlagarík atburðarás sem hann hefði ómögulega getað séð fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“