fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Læknirinn skilningsríki

Þættir dr. Phil eru grípandi sjónvarpsefni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 18. september 2016 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarp Símans sýnir reglulega þættina Dr. Phil þar sem þessi frægi sálfræðingur leggur sig fram við að leysa úr hinum flóknustu vandamálum í lífi fólks. Venjulega er þetta fólk sem hefur sjálft komið sér í vandræði og getur engum öðrum um kennt. Það er hins vegar gjarnt á að ásaka aðra og afneita eigin sök. Dr. Phil er vinalegur á skjánum, skilningsríkur og umburðarlyndur en um leið ákveðinn í því að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar haldi áfram að lifa í sjálfsblekkingu.

Það er yfirleitt þannig að þegar ég sé dr. Phil á skjánum þá segi ég við sjálfa mig að ég ætli að horfa í fimm mínútur og fara svo að gera eitthvað annað. Sú tímamæling stenst aldrei því ég verð að horfa til enda. Þættirnir eru einfaldlega grípandi sjónvarpsefni. Ég veit að mörgum þykir þessir þættir ómerkilegir, en það er snobbviðhorf sem engin ástæða er til að taka mark á. Ég horfi af því mér þykja þeir skemmtilegir og áhugaverðir – og það er alveg næg ástæða.

Um daginn var í þættinum kona sem var gift fyrri eiginmanni sínum í tólf ár og þeim seinni í fjörtíu og var orðin ekkja. Hún sagðist aldrei hafa orðið ástfangin fyrr en nú. Ég varð stórhneyksluð, hvernig er hægt að vera í hjónabandi í tólf ár og í öðru í fjörtíu ár án þess að vera ástfangin af makanum? Slíkt er hræðileg tímaeyðsla.

Nú hafði þessi vel fullorðna kona sem sagt kynnst ástinni í fyrsta sinn. Hún elskaði af öllu hjarta mann sem hún hafði aldrei hitt. Hvernig er það nú hægt?, hljótið þið að spyrja og ég spurði einmitt þessarar sömu spurningar. Þau höfðu séð mynd af hvort öðru á stefnumótasíðu og verið í netsambandi síðan þá. Á einu ári hafði hún sent honum tugi milljóna, allt sem hún átti, og nú var hún orðin eignalaus. Hún sagði að sér væri sama, hún elskaði manninn og þau ætluðu að giftast.

Dr. Phil hafði rannsakað málið. Í ljós kom að netmaðurinn sem konan elskaði svo heitt var ekki til undir því nafni sem hann gaf upp. Hann fannst hvergi. Hann var svikahrappur. Í þættinum hrundi tilvera konunnar. Það kom í hlut dr. Phil að byggja hana upp. Ekki var það auðvelt verk, frekar en margt annað sem hann fæst við í þáttunum. Konunni leið samt greinilega betur eftir að hafa talað við hann. Það breytir samt engu um það að hún situr eftir ein og ástlaus.

Í hvert sinn sem maður horfir á þátt dr. Phil og sér einstaklinga sem eru á vondu róli í lífinu fyllist maður feginleika yfir því að lifa afar rólegu lífi. Einfalt líf er sannarlega best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk