fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Poldark snýr aftur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 14. september 2016 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur þáttaröðin af Poldark er komin á dagskrá RÚV. Poldark, sem er að sumu leyti myrkur karakter, á í vök að verjast gagnvart þeim sem vilja hengja hann í hæsta gálga. Demelza, trygga eiginkona hans, stendur við hlið hans og Elísabet, fyrrverandi unnusta hans, reynir einnig að veita aðstoð sína. Ég er dauðhrædd um að Poldark eigi eftir að halda framhjá konu sinni með Elísabetu. Ég fordæmi slíka gjörð. Ég stend með Demelzu sem er trygg, staðföst og hugrökk. Poldark verður að átta sig á því að grasið er ekki grænna hinum megin.

Fyrsti þátturinn í nýju þáttaröðinni endaði með óvæntum hvelli í bókstaflegri merkingu þess orðs, því hleypt var af skoti. Maður getur ekki beðið eftir að sjá næsta þátt og fá viðeigandi skýringar, þótt mann gruni hvað það var sem þarna gerðist. Það er mikið drama í vændum.

Reyndar virðumst við ekki þurfa að hafa alltof miklar áhyggjur af örlögum Poldarks þar sem tilkynnt hefur verið um gerð þriðju þáttaraðar, sem yrði aldrei að raunveruleika án þessarar gölluðu hetju.

Nú eru sunnudagskvöldin á RÚV orðin ljómandi góð, með Orðbragði og Poldark. En ekkert jafnast samt á við mánudagskvöldin þar sem hinn æsispennandi Næturvörður heldur okkur límdum við skjáinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk