fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Ófærð snýr aftur árið 2018: Yrsa bættist í hóp handritshöfunda

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. september 2016 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur þáttaröð hina geysivinsælu þátta Ófærð fer í loftið hér á landi haustið 2018. RVK Studios og RÚV hafa náð samkomulagi um að hefja vinnu við nýja seríu.

Þættirnir nutu vinsælda hér á landi, en voru einnig vinsælir erlendis þar sem þeir voru sýndir.

„Um 5,7 milljónir sáu fyrstu þætti Ófærðar í Frakklandi og að meðaltali horfðu 1,2 milljónir á þættina á BBC 4 í Bretlandi. Breskir og Franskir fjölmiðlar voru á einu máli um að hér væri mjög góð sería á ferðinni og er hún á lista The Guardian yfir 10 bestu sjónvarpsseríur ársins. Ófærð verður frumsýnd á ZDF í Þýskalandi nú í haust,“ segir í tilkynningunni.

Fyrsta sería Ófærðar var framleidd af Baltasar Kormáki og Magnúsi Viðari Sigurðssyni og handritshöfundar voru Sigurjón Kjartansson og Clive Bradley. Sigurjón mun áfram leiða skrifin en í hópinn hafa nú bæst þær Yrsa Sigurðardóttir og Margrét Örnólfsdóttir.

Baltasar segir í tilkynningunni að hann sé ánægður með að samningar hafi tekist. „Það má kannski segja að sagan sé rétt að byrja því við eigum eftir að kynnast söguhetjunum mun betur og fylgjast með þeim leysa fleiri margflóknar morðgátur,” segir Baltasar Kormákur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi