fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Hinn fullkomni spennuþáttur

Næturvörðurinn slær í gegn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 10. september 2016 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem alla jafna er fremur lítið fyrir sjónvarpsgláp situr nú, eins og sannir sjónvarpsunnendur, fyrir framan skjáinn á mánudagskvöldum og horfir spennt á Næturvörðinn. Breska gæðaþáttinn sem hlýtur að vinna til Emmy-verðlauna seinna í þessum mánuði. Þvílíkur spennuþáttur, ég segi bara: Vá!

Spennan eykst með hverjum þætti og maður veit aldrei hvað gerist næst. Og þvílík glæsiframmistaða hjá leikarahópnum!

Það verður að segjast eins og er að Tom Hiddleston er ómótstæðilegur næturvörður og kynþokkinn lekur af honum. Persóna hans, Pine, er fámál og íhugul og það gerir hana að dularfullum einstaklingi. Maður rýnir í andlit hans og svipbrigði til að átta sig á því hvað hann er að hugsa. Þegar nú er komið sögu er Pine flæktur í stórhættulegar aðstæður. Hann gerir sér sannarlega grein fyrir því og má hafa sig allan við eigi hann að komast lifandi frá samskiptum við „versta mann í heimi“, vopnasalann Roper og hina illu samstarfsmenn hans.

Hugh Laurie er frábært illmenni. Líkt og Pine segir Roper ekki margt, en það sem hann segir hefur vægi og maður skynjar undirliggjandi illsku sem getur blossað upp hvenær sem er. Meira að segja bros hans boðar yfirvofandi hættu.

Elizabeth Debicki leikur hina stórglæsilegu Jed, ástkonu Ropers. Í byrjun fannst manni eins og hlutverkið byði ekki upp á mikið. Jed virtist vera fremur innantóm glæsipía en persóna hennar verður áhugaverðari með hverjum þætti. Símtalið í þriðja þætti þar sem móðir hennar kallaði hana hóru var sláandi og viðbrögð Jed sýndu nýja og óvænta hlið á henni. Það er mun meira í hana spunnið en maður hélt. Hún hefur greinilega eitthvað að fela, en maður veit ekki enn hvað það er.

Hin dásamlega leikkona Olivia Colman leikur yfirmann njósnadeildarinnar. Persóna hennar er jarðbundin, röggsöm og drífandi og alltaf áhugaverð. Hún virkar á mann eins og hún ráði við hvaða verkefni sem er.

Í Næturverðinum fáum við stöðugt nýja sýn á persónur og kynnumst þeim því æ betur með hverjum þætti. Okkur stendur ekki á sama um örlög þeirra. Slæmu fréttirnar eru að það er sannarlega ástæða til að hafa áhyggjur. Maður vonar samt, eins og maður vonar í lífinu sjálfu, að allt fari vel að lokum og illu öflin fái makleg málagjöld. Við getum samt ekki treyst því að svo fari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi