fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Mistök í þekktum bíómyndum sem þú tókst líklega ekki eftir

Gladiator, Dallas Buyers Club og Pulp Fiction

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að mörgu að huga þegar heilu bíómyndirnar eru kvikmyndaðar og það getur verið erfitt að forðast mistök í eftirvinnslunni þegar tíminn er knappur. Hér að neðan má sjá sjö dæmi um mistök í þekktum kvikmyndum sem sumar unnu til Óskarsverðlauna.

Gladiator

Stórmyndin Gladiator er að margra mati ein besta bíómynd sögunnar enda vann hún til fimm Óskarsverðlauna á sínum tíma. Myndin gerist sem kunnugt er fyrir um tvö þúsund árum, en í einu af mörgum bardagaatriðum myndarinnar má sjá afar háþróaðan hestvagn sem virðist hafa verið nokkuð á undan sinni samtíð. Ef vel er að gáð sést gaskútur aftan á einum vagninum. Þess má geta að gaskútar, sambærilegir þessum, komu ekki til sögunnar fyrr en á 19. öld.


American Sniper

„Er þetta ekki eitthvað djók?,“ hafa eflaust margir hugsað þegar þeir sáu atriði í myndinni American Sniper frá árinu 2014. Atriðið sem hér er vísað til er að sjálfsögðu þegar aðalsöguhetjan, sem leikin er af Bradley Cooper, heldur á nýfæddu barni sínu. Ekki þarf mikinn snilling til að sjá að barnið var í raun dúkka. Þetta var útskýrt eftir sýningu myndarinnar þannig að barnið sem Cooper átti að halda á var veikt þennan dag.


Pulp Fiction

Ein þekktasta mynd Quentin Tarantino er án nokkurs vafa Pulp Fiction frá árinu 1994. Myndin er sannkallaður gullmoli í kvikmyndasögunni en hún var þó ekki gallalaus með öllu. Í einu atriðinu sjást þeir Vincent og Jules, sem leiknir eru af John Travolta og Samuel L. Jackson, í herbergi þar sem þeir koma að máli við mann. Sá dregur upp byssu og skýtur sex skotum í átt að þeim félögum en hittir ekki. Ef vel er að gáð sjást göt eftir byssukúlur á veggnum fyrir aftan þá. Sá galli er á að götin voru komin á vegginn áður en maðurinn hóf skothríð.


Braveheart

Kvikmyndin Braveheart með Mel Gibson í aðalhlutverki gerist á 14. öld og segir frá frelsishetjunni William Wallace. Þar sem myndin gerist á 14. öld voru bílar ekki komnir til sögunnar á þessum tíma – eða hvað? Í einu atriðinu sést forláta bifreið bregða fyrir. Mistökin eru ekki beint augljós en kvikmyndanördar voru ekki lengi að benda á þessi mistök á sínum tíma.


Dallas Buyers Club

Dallas Buyers Club var tilnefnd til Óskarsverðlauna á sínum tíma, enda frábær kvikmynd. Í einu atriðinu sést aðalsöguhetjan, Ron Woodroof, sem leikin var af Matthew McConaughey, sitja fyrir aftan skrifborð. Og fyrir aftan hann sést mynd af glæsilegri Lamborghini Aventador-bifreið. Þess má geta að Dallas Buyers Club gerist árið 1985 en þessi tiltekna tegund af bíl frá Lamborghini kom ekki til sögunnar fyrr en árið 2011.


North by Northwest

Við endum á atriði úr Hitchcock-myndinni North By Northwest frá árinu 1959. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og er að margra mati ein besta Hitchcock-myndin. Hvað sem þeim vangaveltum líður var myndin ekki alveg gallalaus. Í einu atriðinu sést aðalsöguhetjan, sem leikin var af Cary Grant heitnum, verða fyrir skoti inni á veitingastað. Eins og gengur og gerist voru fjölmargir aukaleikarar fengnir til að taka þátt í myndinni og einn þeirra virðist ekki hafa verið mikið gefinn fyrir hávaða. Áður en persóna Grants verður fyrir skoti sést ungur drengur halda fyrir eyrun eins og hann hafi vitað hvað væri í vændum. Taktu vel eftir stráknum í bláu skyrtunni þegar tæplega 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað