fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fókus

Þetta eru launahæstu karlleikarar heims

Dwayne „The Rock“ Johnson trónir á toppnum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dwayne „The Rock“ Johnson er launahæsti karlleikari heims. Vöðfafjallið, sem leikir hefur í fjölmörgum vinsælum kvikmyndum og þáttum á undanförnum árum, þénaði 64,5 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Það er upphæð sem samsvarar um 7,5 milljörðum króna.

Forbes hefur tekið saman lista yfir tekjuhæsta fólkið í skemmtanabransanum og engin undantekning var gerð þar á í ár. Robert Downey Jr. hefur verið á toppi listans undanfarin ár en hann situr í 8. sæti listans að þessu sinni.

Athygli vekur að Jackie Chan, sem margir muna eftir úr Hollywood-hasarmyndum í kringum aldamótin, er í 2. Sæti en á undanförnum árum hefur hann einbeitt sér að kvikmyndaleik í Kína, en Chan er fæddur í Hong Kong og er enn í fullu fjöri þrátt að vera kominn á sjötugsaldur.

Þá eru tveir leikarar úr Bollywood á topp 10 listanum, annars vegar Shah Rukh Kahn og hins vegar Akshay Kumar

Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir hæst launuðu karlleikara heims, en talan á eftir nafninu gefur til kynna tekjur á síðasta ári í milljónum Bandaríkjadala.

  1. Dwayne „The Rock“ Johnson – 64,5

  2. Jackie Chan – 61

  3. Matt Damon – 55

  4. Tom Cruise – 53

  5. Johnny Depp – 48

  6. Ben Affleck – 43

  7. Vin Diesel – 35

8.-9. Shah Rukh Kahn – 33

8.-9. Robert Downey Jr. – 33

10.-11. Akshay Kumar – 31,5

10.-11. Brad Pitt – 31,5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Þegar Jósu var tilkynnt að hún væri með krabbamein hitti hún heilara sem sagði að hún hefði val – Batinn þótti hálfgert kraftaverk

Þegar Jósu var tilkynnt að hún væri með krabbamein hitti hún heilara sem sagði að hún hefði val – Batinn þótti hálfgert kraftaverk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé