fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Big Lebowski kveður

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn David Huddleston sem lék Big Lebowski í samnefndri kvikmynd er látinn, 85 ára gamall. Myndin fékk blendin viðbrögð þegar hún var frumsýnd árið 1998 en hefur orðið æ vinsælli með árunum.

Huddleston átti langan og farsælan feril og lék í rúmlega 60 kvikmyndum. Mótleikarar hans voru oft stórstjörnur og má þar nefna John Wayne, James Stewart, Bette Davis og Gregory Peck. Hann lék einnig mikið í sjónvarpi og brá fyrir í mörgum geysivinsælum þáttum eins og Gunsmoke, Bonanza og West Wing.

Leikarinn sagði að hann hefði aldrei skemmt sér betur í vinnunni en þegar hann lék í mynd Mel Brooks, Blazing Saddles. Hann lék einnig í annarri mynd Brooks, The Producers. Brooks minntist leikarans eftir lát hans og sagði að það hefðu verið forréttindi að vinna með honum. „Hann er einstakur maður og hans verður sárt saknað.“

Huddleston lék á sviði og þar var hann stoltastur af hlutverki sínu í 1776 þar sem hann lék Benjamin Franklin.

Huddleston skilur eftir sig eiginkonu og son.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi