Ethan Hawke leikur djassgoðsögnina Chet Baker í nýrri kvikmynd. Hawke segir hlutverkið vera það mest krefjandi sem hann hafi tekið að sér á ferlinum. Myndin gerist á sjöunda áratug síðustu aldar þegar Baker var að reyna að koma sér á réttan kjöl eftir að hafa setið í fangelsi á Ítalíu fyrir eiturlyfjaneyslu en hann var heróínneytandi.
Hawke fékk handritið í hendur skömmu eftir að vinur hans Philip Seymour Hoffman lést vegna ofneyslu heróíns árið 2014. Hawke segir að leikstjóri myndarinnar, Richard Linklater, hafi fyrir mörgum árum gefið sér gott ráð sem sé að ef maður striki sjálfseyðingarhvöt út af listanum yfir það sem gæti farið úrskeiðis í líf manns þá hafi líkurnar á velgengni aukist um 89 prósent.
Nokkuð sem Chet Baker og Philip Seymour Hoffman lögðu ekki á minnið en báðir höfðu sterka sjálfseyðingarhvöt.