fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Landsliðið þitt er ekki til

Ólafur Ólafsson myndlistarmaður hannaði sína eigin landsliðsbúninga fyrir EM

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 6. júlí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ólafsson myndlistarmaður tók sig til og hannaði sína eigin landsliðsbúninga fyrir leik Íslands og Frakklands í vikunni, bæði bláan aðalbúning og hvítan varabúning.

„Ég hef alltaf haft gaman af fatahönnun, en þessar búningapælingar hjá mér byrjuðu í kringum riðlakeppnina fyrir EM og hafa síðan haldið áfram,“ segir hann í skriflegu svari til blaðamanns.

Ólafur hefur birt nokkrar teikningar af tillögum sínum um íslenska landsliðsbúninginn á Facebook-síðu sinni og gerði svo eintök af tveimur tillögunum í fullri stærð.

Mynd: Ólafur Ólafsson

Ólafur segist sjálfur hafa spilað fótbolta upp í annan flokk með FH og leiki nú með áhugamannaliðinu Tasmania Sport und Bühne í heimaborg sinni Berlín. „Heima spilaði ég með áhugamannaliðinu Kára fyrir mörgum árum, sem í voru aðallega leikarar og kvikmyndagerðarmenn, svo þjálfaði ég kvennaliðið Diva 88 á meðan ég var í masternáminu í myndlist í Hollandi,“ segir Ólafur um fótboltaferilinn.

Þegar Ólafur og samstarfskona hans, Libia Castro, sýndu á Feneyjatvíæringnum árið 2011 settu þau upp neon-skilti fyrir utan íslenska skálann sem sagði á ítölsku: „Landið þitt er ekki til,“ og hafa í kjölfarið sett verkið upp víðar um heim, meðal annars fyrir utan Listasafn Íslands. Því vaknar spurningin: er ekki erfitt að halda með landsliði þegar landið manns er ekki til?

„Lífið er fullt af mótsögnum,“ segir Ólafur og sendir broskall. „En það stendur líka „landið þitt er ekki til“ í skjaldarmerkinu á hvíta varabúningnum,“ bætir hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot