fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Breaking Bad og Panama-skjölin

Bíódómur: The Infiltrator

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 24. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Bryan Cranston er kominn aftur í eiturlyfjabransann finnst manni eins og hér hljóti að vera Breaking Bad í bíó á ferð. En öllu er snúið á haus, hann er lögga sem þykist vera eiturlyfjasali, og í Jesse-hlutverkinu er aðstoðarmaður sem er óheflaður en þó fær í sínu starfi.

Hér er því um að ræða nokkurs konar raunsæisútgáfu af Miami Vice, þar sem óhóf Reagan-áranna er sýnt í öllu sínu kókaínpæklaða og stundum hómófóbíska veldi.

Þetta er sönn saga sem gerist á 9. áratugnum þegar stríðið gegn eiturlyfjum var í algleymingi og CIA, Noriega og Contra-skæruliðar blönduðust inn í málin. Hér er því um að ræða nokkurs konar raunsæisútgáfu af Miami Vice, þar sem óhóf Reagan-áranna er sýnt í öllu sínu kókaínpæklaða og stundum hómófóbíska veldi.

Þetta er þó ekki hefðbundin „gangster“-mynd, og ofbeldið er naumt skammtað. Hér snýst allt um peningaþvætti, og eins og um 600 Íslendingar vita er Panama besti staðurinn til að geyma illa fengið fé. Myndin á því meira erindi við Íslendinga í dag en búast mætti við af sögu um suðurameríska eiturlyfjabaróna á 9. áratugnum.

Leynilögreglumaðurinn samsamar sig skúrkunum eins og lög gera ráð fyrir í slíkum myndum, en í stað þess að gera illmennin að svölum töffurum skín manneskjulega hliðin í gegn. Cranston er góður að vanda, en persóna hans er ekki nógu vel uppbyggð. Hvernig fór bókhaldari að því að verða svona góður að villa á sér heimildir meðal stórglæpamanna? Og hvers vegna fara þessir annars varkáru menn að treysta honum svona mikið?

Myndin nær því hvorki sömu hæðum og Donnie Brasco, sem hún minnir dálítið á, né heldur meðalþætti af Breaking Bad. En hvað gerir það svo sem?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“