fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Svanurinn skotinn í Svarfaðardal

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir kvikmynd byggðri á verðlaunabók Guðbergs

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 22. júlí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum hófust tökur á kvikmyndinni Svanurinn í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. DV fékk að skyggnast á bak við tjöldin við tökur á myndinni á bóndabænum Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal við Eyjafjörð. Veðrið hefur leikið við tökuliðið og hafa heimamenn verið einkar hjálplegir að sögn aðstandenda myndarinnar. Í einu atriði myndarinnar fæðist kálfur og um þessar mundir er beðið eftir að kýr í sveitinni beri til þess að skipuleggja tökur í kringum það.

Kvikmyndin Svanurinn er byggð á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991. Þetta er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd, en stuttmyndir hennar hafa ferðast á hátíðir víða um heim. Svanurinn segir frá Sól, níu ára gamalli stúlku sem send er á sveitabæ til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur vart sjálf.

Gríma Valsdóttir leikur stúlkuna, en Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fara með önnur aðalhlutverk. Þá koma Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir einnig við sögu. Myndin er framleidd af Vintage Pictures og aðalframleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir.

Tökur standar yfir fram í ágúst og verða hlutar myndarinnar teknir upp í Grindavík. Svanurinn verður frumsýnd á næsta ári.

Ása Helga hefur áður leikstýrt Grímu í stuttmyndinni Þú og ég. í bakgrunni er stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson.
Nánar samstarfskonur Ása Helga hefur áður leikstýrt Grímu í stuttmyndinni Þú og ég. í bakgrunni er stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson.
Hin ellefu ára gamla Gríma Valsdóttir í hlutverki aðalpersónunnar Sólar.
ACTION! Hin ellefu ára gamla Gríma Valsdóttir í hlutverki aðalpersónunnar Sólar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað