fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Yrsa og aðrar stjörnur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 19. júlí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yrsa Sigurðardóttir verður meðal höfunda á bresku Cheltenham-bókmenntahátíðinni sem haldin er 7.–16. október. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá 1949. Meðal þátttakenda eru Ian McEwan, Sebastian Faulks, Mark Haddon, Lionel Shriver, Edna O’Brien, Tracy Chevalier og eru þá fáeinir nefndir.

Norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgaard fær á hátíðinni bókmenntaverðlaun Sunday Times en hann er höfundur rómaðra bóka þar sem hann byggir á ævi sinni. Bókmenntaverðlaun Sunday Times hafa verið veitt frá árinu 1987 og meðal verðlaunahafa liðinna ára eru Anthony Burgess, Ted Hughes, Seamus Heaney, Anne Tyler, John Le Carré, Muriel Spark, Harold Pinter, Margaret Atwood, Julian Barnes og Kazuo Ishiguro.

Yrsa sagði í samtali við DV að þátttaka á hátíðum eins og þessari væri orðin stór hluti af starfi sínu. „Yfirleitt sæki ég mest glæpasagnahátíðir en síðan koma blandaðir hátíðir eins og þessar þar sem eru stór nöfn úr fagurbókmenntageiranum. Ég hlakka til að mæta,“ segir Yrsa. Verkefni sumarsins hjá Yrsu er glæpasaga sem kemur úr fyrir jólin og þar eru Huldar og Freyja aðalpersónur en lesendur þekkja þau úr DNA og Soginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba