fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Best í heimi

Íslenskur matur er sá hollasti og besti í heimi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 1. júlí 2016 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þökk sé endursýningum þá sér maður iðulega þætti sem maður missti af þegar þeir voru frumsýndir. Um daginn sá ég breska heimildamynd á RÚV sem bar hið heillandi heiti Besta mataræði heims. Þar sem ég hef sérstaka ánægju af að borða góðan mat og hef endalaust dálæti á þeim sem gefa mér að borða þá ákvað ég að horfa á þáttinn sem var endursýndur á notalegum tíma um helgi. Þetta var gríðarlega fróðlegur þáttur um hollustu og gæði matar þar sem flakkað var um heiminn í leit að hinu fullkomna mataræði. Það fannst – á Íslandi. Fiskurinn, lambakjötið, lýsið og skyrið komu Íslendingum fyrstum í mark. Maturinn okkar er sá hollasti og besti í heimi, eins og við höfum reyndar flest vitað og jafnvel talið sjálfsagt. Óneitanlega hressandi að sjá niðurstöðu eins og þessa í erlendum þætti þar sem næringarfræðingar voru við stjórnvölinn. Ítalskur matur og grískur voru í öðru og þriðja sæti.

Í þættinum kom margoft fram að unnin matvara er að drepa mannkynið. Að því leyti var þessi þáttur nokkuð ógnvænlegur, það er aldrei sérlega gaman að vera minntur á dauðann, hvað þá hina bitru staðreynd að við séum að flýta fyrir dauða okkar með því að háma í okkur óhollustu. Mér varð samstundis hugsað til lýsisflöskunnar í ísskápnum og sór þess eið að fá mér eins og eina matskeið á degi hverjum. Eins og við eigum öll að gera.

Þátturinn var hin besta landkynning og það sást greinilega að umsjónarmennirnir voru afar hrifnir af íslenska matnum, náttúrunni og Íslendingum. Enda reyndumst við að þeirra mati vera best í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum