fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fókus

Hetjur vorra tíma

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. júní 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þá sem hafa lítið gaman af fótbolta er erfitt sumar í vændum. Því er bara að kasta sér á vagninn og reyna að vera með, og heimildamyndin Jökullinn logar er ágætis byrjun. Varla hafa Sölvi og Sævar vitað hvernig myndi fara þegar gerð myndarinnar hófst en skyndilega stækkaði umfang sögunnar, þetta er dálítið eins og að gera heimildamynd um frystihúsaboxarann Rocky Balboa og komast að því í miðjum klíðum að hann er að fara að keppa við Apollo Creed.

Myndin byrjar á lágpunkti þegar Ísland rétt verður af heimsmeistarakeppninni, en með óbilandi íslenskri bjartsýni er stefnan sett á EM í staðinn og úr verður hetjusaga eins og vera ber í íþróttamynd. Það er ágætt fyrir leikmann að fá yfirlit yfir íslenska knattspyrnusögu undanfarin ár, og við fáum að kynnast hverjum liðsmanni fyrir sig. Markvörðurinn fer úr handleggslið, einn eða tveir eru með ADHD á háu stigi, hjartnæmust er sagan af þeim sem átti ekki fyrir æfingargjöldum þegar hann var lítill en fékk samt að vera með. Eiður Smári er svo George Clooney liðsins, gamli karlinn sem er búinn að vera endalaust að en hefur það enn.

Helsta feilspor myndarinnar er titillinn, sem er fylgt eftir með nokkrum hálfvolgum innskotum af náttúrumyndskeiðum. Við getum alveg horft á fótbolta án þess að blanda eldgosum inn í. Heildaryfirbragðið er þá dálítið eins og í kynningarefni, allt slétt og fellt, engin leyndarmál koma í ljóst. Sem upprifjun, upphitun eða kynning virkar myndin hins vegar ágætlega, jafnvel fyrir þá með takmarkaðan áhuga á fótbolta – og tímasetningin er fullkomin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“