fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Lily James í hlutverki Júlíu

Fær lof frá gagnrýnendum fyrir leik sinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 4. júní 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lily James skaust upp á stjörnuhimininn fyrir leik sinn í Downton Abbey þar sem hún lék lafði Rose. Hún var síðan hin fullkomna Öskubuska í hinni bráðskemmtilegu fjölskyldumynd og fór með hlutverk Natösju í sjónvarpsþáttunum Stríði og friði sem BBC gerði eftir skáldsögu Tolstoj. Nú leikur James á sviði í London í Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare. Með hlutverk Rómeó fer leikarinn Richard Madden sem kunnur er fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones. Gamla brýnið Derek Jacobi er í hlutverki Mercutio. Kenneth Branagh er annar leikstjóri sýningarinnar.

Gagnrýnendur eru stórhrifnir af Lily James í hlutverki Júlíu og segja hana heillandi. Gagnrýnandi Sunday Times segir hana vera það besta við sýninguna. Gagnrýnandi Daily Telegraph virðist vera gagntekinn því hann sagði leikkonuna vera jafn fagra og Botticelli-málverk. Þeir sem heimsækja London gætu gert margt óskynsamlegra en að fara í leikhús og sjá hina 27 ára gömlu leikkonu í þessu fræga hlutverki.

Áhugi á leiklist hefur verið áberandi í fjölskyldu leikkonunnar. Faðir hennar starfaði sem leikari og tónlistarmaður og amma hennar var rödd tölvunnar um borð í geimskipinu í Alien.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það