fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Stuðningur úr óvæntri átt

Fjölmiðlar í Kóreu koma stöðugt á óvart

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 3. júní 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaka sinnum sýnir RÚV brot úr sjónvarpsfréttatímum í Norður-Kóreu. Á þeim stundum kemst maður næst því að gapa eins og þorskur. Svo stórfurðulegir eru þessir fréttatímar. Viðkomandi þulur er yfirleitt í miklu tilfinningauppnámi, jafnvel grátandi. Slíka innlifun sér maður aldrei hjá fréttaþulum á Vesturlöndum. Norður-Kórea er annar heimur.

Fréttirnar frá Norður-Kóreu eru jafnan undarlegar. Ein slík birtist á dögunum þegar RÚV sagði frá því að ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hefðu lýst yfir stuðningi við Donald Trump með þeim orðum að hann væri vitur og framsýnn stjórnmálamaður. Á Vesturlöndum er mönnum brugðið vegna þess fylgis sem Trump nýtur í forsetakosningum í Bandaríkjunum og stjórnmálaforingjar gagnrýna málflutning hans harðlega. Hinn herskái Vladimír Pútín hefur reyndar borið lof á Trump og sagt hann vera snjallan og hæfileikaríkan. Pútín telur sjálfsagt að þarna sé um alvöru töffara að ræða

Nú kemur stuðningsyfirlýsing frá Norður-Kóreu. Þar í landi er Trump örugglega talið til tekna að vilja reisa múra á landamærum og hafa ama af innflytjendum og konum. Þessi stuðningsyfirlýsing við Trump mun hafa birst á prenti, sem er nokkur synd því við sem höfum áhuga á útsendingum norðurkóreska sjónvarpsins hefðum gjarnan viljað sjá fréttamann í miklum hugaræsingi lesa þessa stuðningsyfirlýsingu með tilheyrandi tilþrifum. Það hefði verið afar sérstakt innlegg í bandarísku forsetakosningarnar.

Við sjáum sjaldan myndir af daglegu lífi í Norður-Kóreu en það eitt að sjá sjónvarpsþul lesa fréttir sem matreiddar eru á afar sérkennilegan hátt og lesnar á jafn einkennilegan hátt gefur okkur samt mynd af þjóðfélagi sem er eins og úr bók eftir George Orwell. Það er ekki fögur mynd. Ekki sér maður hvað geti orðið Norður-Kóreu til bjargar, en líklega er þetta þjóðfélag sem mun eyðast innan frá, það þarf ekki utanaðkomandi aðstoð til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað