fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Tíðindi á Sprengisandi

Páll Magnússon er framúrskarandi fjölmiðlamaður

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon er framúrskarandi fjölmiðlamaður. Það sannfærist maður um á hverjum sunnudagsmorgni þegar kveikt er á útvarpinu og hlustað á þátt hans Sprengisand. Páll spyr af þekkingu og sýnir ákveðna festu án þess að flækjast í snöru dónaskapar. Hann virðist vita að mjúka leiðin sé líklegri til að skila betri svörum en sú ósvífna og harða.

Í síðasta þætti var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gestur hans. Það var eins og forsetinn væri heima hjá sér, hann var afslappaður og einlægur og hafði ýmislegt að segja. Alltof oft fer fólk í viðtal, án þess að eiga þangað mikið erindi, þetta er til dæmis áberandi hjá stjórnmálamönnum sem stundum virðast halda að það eitt að mæta nægi til að fólk leggi við hlustir. Auðvitað er það ekki þannig, viðmælandinn verður að hafa eitthvað fram að færa.

Ólafur Ragnar ræddi um Svein Björnsson, fyrsta forseta okkar, sem engin þjóð vildi bjóða í heimsókn. Hann sagði frá frumkvæði sínu að fundi með Bill Clinton Bandaríkjaforseta og ræddi um vinamissi vegna ákvörðunar sinnar í Icesave-málinu. Forsetinn er afar vel máli farinn og skýr í allri framsetningu og auk þess hefur hann húmor sem þarna komst einkar vel til skila. Hann var líka afar einlægur, eins og endurspeglaðist best þegar hann talaði um fyrri eiginkonu sína, Guðrúnu Katrínu, af svo mikilli hlýju, ást og virðingu að ekki var annað hægt en að komast við.

Þetta var örugglega með allra bestu viðtölum sem tekin hafa verið við forsetann. Ólafur Ragnar stóð sig frábærlega og það gerði Páll Magnússon einnig. Hlustendur voru sannarlega margs fróðari eftir þennan góða þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden