fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Heimilisvinur á skjánum

Guðni Kolbeinsson fræðir okkur um eyðibýli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 14. júní 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi margt í sjónvarpsdagskránni sem fer framhjá manni en stundum verða meðmæli annarra til að leiða mann á nýjar slóðir. Þátturinn Eyðibýli hefur verið á dagskrá RÚV á sunnudögum og vakti slíka hrifningu hjá einum kunningja mínum að hann lét dæluna ganga: „Þetta eru einmitt svona þættir sem RÚV á að sýna, maður fræðist um svo margt. Guðni Kolbeinsson er alveg frábær, mér hlýnar um hjartarætur bara við að heyra rödd hans.“ Þetta er einungis brot af lofsöng þessa kunningja míns sem er ungur maður, venjulega mjög gagnrýninn og ber ekki lof á annað en það sem stendur fyrir sínu.

Hefur þægilega rödd sem kallar á mann.
Guðni Kolbeinsson Hefur þægilega rödd sem kallar á mann.

Ég ákvað að horfa og varð ekki fyrir vonbrigðum. Guðni fór með okkur í Skorradal, sýndi okkur eyðibýli og sagði dramatískar sögur af fólki sem þar hafði búið, rakti ættir þess og sýndi myndir af því. Allt í einu varð þetta látna fólk ljóslifandi fyrir manni og hörð lífsbarátta þess snerti mann. Guðni fór líka með vísur og þar sem hann er frábær upplesari var það mikil skemmtun. Hjörleifur Stefánsson arkitekt sagði frá húsinu sjálfu. Kvikmyndatakan í þessum þáttum var svo þannig að ástæða er til að hrósa henni sérstaklega. Björn Emilsson fær einnig hrós fyrir að sjá um dagskrárgerð.

Að sjá Guðna Kolbeinsson á skjánum var eins og að hitta skemmtilegan og fróðan heimilisvin. Í gamla daga sá Guðni um útvarpsþætti um íslenskt mál og á þá var alltaf gaman að hlusta. Hann hefur þýtt fjöldann allan af góðum bókum og þýtt sjónvarpsþætti, oft af verulega miklu hugviti. Svo hefur hann þessa þægilegu rödd sem kallar á mann.

Maður fær aldrei of mikið af Guðna Kolbeinssyni. Hann gerir allt vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi