fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Vorboðar RÚV

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorið steðjar að. Það sést best á birtunni og svo eru komnir fuglar til landsins sem er ótvíræður vorboði. Meira að segja krían kemur öðrum hvorum megin við helgina. En það má víðar merkja vorið. RÚV á sína vorboða. Sérstaklega eru þeir tveir í huga höfundar þessa pistils.

Í fyrsta lagi er það úrslitakeppnin í handbolta. Þar gerir RÚV vel að svo mörgu leyti. Þeir eru duglegir að sjónvarpa frá þessari keppni og hafa á að skipa góðu fólki. Sérstaklega er gaman að hlusta á Einar Örn Jónsson sem er einkar þægilegur og upplýsandi tengiliður áhorfenda við leikinn. En það er annað sem maður upplifir gjarnan á þessum tíma. Sólin er farin að teygja sig langt og skín jafnvel þannig á skjáinn upp úr kvöldmat að huga þarf að breytingum. Maður byrjar á að þurrka vetrarrykið af skjánum. Það kemur jú í ljós við þessar aðstæður og svo þarf jafnvel að ráðast í að setja fyrir glugga til að verjast lágum og lúmskum sólargeislum. Vandamál sem ekki hefur verið til staðar mánuðum saman.

Hinn stóri vorboðinn er Eurovision. Pistlahöfundur er mikið Eurovision-barn. Ég finn reyndar enga löngun hjá mér til að hlusta á lögin. Finnst það frekar tormelt prógramm. En þegar sjálf Evrópukeppnin í vinsældum landa í formi stigakeppni tekur við, þá er spennan í hámarki. Ég hugsa fallega til allra þjóða sem gefa okkur stig. Langar í heimsókn til þessara landa og um leið að styrkja þeirra ferðamannaiðnað. Hinar komast ekki á blað hjá mér. Bestu lögin okkar sem hafa farið út eru Nína, Sókrates og Til hamingju Ísland.

Auðvitað óttast maður mest að við komumst ekki upp úr forkeppninni. Það eru árlegar áhyggjur. Því þá er alveg ljóst að við fáum engin stig. Áfram Salóme, segi ég nú bara. Komdu með vorið til okkar … og stigin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“ 

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“