fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Konur sigruðu í The Voice

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 31. maí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikaþátturinn The Voice hefur unnið til fjölda verðlauna í Bandaríkjunum og vinsældirnar eru gríðarlegar. Söngkonan Christina Aquilera er þar meðal þjálfara og braut blað í keppninni þegar söngkona í liði hennar bar sigur úr býtum. Aquilera var þar með fyrst kvenþjálfara til að eiga sigurvegara í keppninni og fagnaði því vitanlega gríðarlega. Sigurvegari þáttarins var hin 34 ára gamla Alisan Porter. Hún er sannarlega ekki ókunn skemmtanabransanum, söng opinberlega strax barn að aldri og lék síðan í kvikmyndum, sú þekktasta er Curly Sue frá árinu 1991 en þar fór Jim Belushi með aðalhlutverkið. Alisan varð háð vímuefnum og hvarf úr sviðsljósinu. Hún fór í meðferð, giftist og eignaðist börn en sneri aftur í sviðsljósið þegar hún fór í blindprufur í The Voice þar sem hún söng Blue Bayou og heillaði jafnt þjálfara sem áhorfendur. Strax í upphafi þótti hún eiga sigurinn vísan og sú varð raunin.

Þjálfari hennar í keppninni, Christina Aquilera, er í hópi þekktustu söngkvenna heims. Þær Alisan Porter eiga það sameiginlegt að hafa hafið feril sinn á barnsaldri. Aquilera var á tímabili kölluð poppprinsessan, hún er 35 ára og hefur unnið til fjölda verðlauna á sérlega farsælum ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir