fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Gurrý getur allt!

Leyndardómar garðyrkjunnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 29. maí 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í garðinum með Gurrý er þáttur þar sem Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur kynnir okkur fyrir ýmsum leyndardómum sem snúa að garðyrkju. Gurrý hefur sjarma og notalega nærveru sem gerir að verkum að jafnvel þeir sem lítinn áhuga hafa á því að fara út í garð til að gróðursetja geta haft vissa ánægju af þáttunum.

Í síðasta þætti sá ég ekki betur en einn viðmælenda Gurrýar væri með hvíta orma í kassa í eldhúsinu. Við tók spjall um eðli og hegðan ormanna. Ekki gat manni annað en þótt þetta merkilegt. Síðan ræddi Gurrý við karlmann sem útskýrði hvernig ætti að búa til grasflöt. Reyndar hefur manni aldrei nokkurn tímann dottið í hug að búa til grasflöt, en maður er náttúrlega orðinn nokkuð hugmyndasljór af því að búa sífellt við malbik.

Svo var komið að því að Gurrý kenndi okkur að rækta örgrænmeti. Þau okkar sem hafa aldrei ræktað neitt hljóta að hafa fundið til vanmáttar. Manni var eiginlega farið að finnast að maður kynni ósköp lítið en leið ögn betur þegar Gurrý tilkynnti að nú ætlaði hún að gróðursetja rós. Manni fannst að það hlyti að vera létt verk og löðurmannlegt. En þegar Gurrý greip risastóra skóflu og byrjaði að róta í moldinni þá líktust aðfarir hennar í engu því þegar maður dundaði sér áhyggjulaus í sandkassanum barn að aldri. Það er heilmikið verk að gróðursetja rós.

Þar sem ég lá í sófanum mínum og horfði á Gurrý innan um gras, grænmeti og mold varð mér óneitanlega hugsað til orða Rousseau gamla um nauðsyn þess að hverfa aftur til náttúrunnar. Það virðist bara vera svo mikið púl!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það