fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Magnea og Hugdetta hlutu hæstu styrkina

25 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 27. maí 2016 00:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta stóra úthlutun hönnunarsjóðs á árinu var kynnt í Sjávarklasanum, Grandagarði 16, í gær, fimmtudaginn 26. maí. 86 umsóknir bárust sjóðnum en 18 verkefni voru styrkt um samanlagt 25 milljónir króna, en auk þeirra hlutu fimmtán hönnuðir ferðastyrki að verðmæti 1,5 milljónir króna. Hægt var að sækja um í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki.

Hæstu styrkina, þrjár milljónir króna, hlutu fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir, sem hannar föt undir merkinu MAGNEA, og hönnunartvíeykið Hugdetta, sem fékk styrkinn til að þróa vörur og sýningar tengdar verkefninu 1+1+1, sem parið vinnur í samstarfi með sænskum og finnskum kollegum.

Fjögur verkefni hlutu tveggja milljóna króna styrk, það voru Hrafnkell Birgisson fyrir sjálfbæru sólarluktina Sólskin, fatahönnuðurinn Katrín Alda Rafnsdóttir fyrir Kalda skór, Niklas Dahlström fyrir Íslenskt náttúruhús og skartgripasmiðurinn Katrín Ólína til að markaðssetja skartgripalínuna Primitiva.

Styrki á bilinu 500 til 1.500 þúsund hlutu Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, RoShamBo, Alvara, Logi Höskuldsson, Friðrik Steinn Friðriksson, Hildigunnur Sverrisdóttir, Anna María Bogadóttir, Gunnar Vilhjálmsson, Dóra Hansen, Helga Björg Kjerúlf, Tanja Levý og Krads.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot