fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hrafninn á hvíta tjaldið: Ólafur Darri og Bergsteinn taka höndum saman

Bergsteinn Björgúlfsson og Ólafur Darri semja um kvikmyndarétt á Hrafninum eftir Vilborgu Davíðsdóttur

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 27. maí 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmennirnir Bergsteinn Björgúlfsson og Ólafur Darri Ólafsson hafa gert samning við Vilborgu Davíðsdóttur rithöfund um gerð handrits og kvikmyndar byggðri á skáldsögu hennar Hrafninum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forlaginu. Þar segir að Kvikmyndamiðstöð Íslands hafi veitt Köggli sf., fyrirtæki Bergsteins, styrk til handritsskrifa og er hann þegar byrjaður á verkinu. Hrafninn kom út árið 2005 hjá Máli og menningu og var Vilborg tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina. Útgáfurisinn Bertelsmann gaf Hrafninn út fyrir fáum árum í Þýskalandi undir titlinum Die Winterfrau og hefur verkið hlotið afar góðar viðtökur þar.

Bergsteinn Björgúlfsson er margverðlaunaður kvikmyndatökustjóri og hefur stýrt kvikmyndatökum á fjölda mynda og sjónvarpsþáttaraða. Þar má meðal annars nefna Hross í oss, Djúpið, Svartur á leik, Mýrina, Reykjavík Rotterdam, XL, Fyrir framan annað fólk, Börn, Foreldrar, Bjarnfreðarson, Vaktarseríurnar og Ófærð. ,,Ég hef ekki losnað við þessa sögu úr höfðinu síðan ég las hana 2010, mér fannst hún strax svo tilvalin á tjaldið,“ segir Bergsteinn í tilkynningunni.

Ólafur Darri hefur um langt skeið verið í hópi vinsælustu leikura landsins. Færri vita að hann hefur jöfnum höndum komið að framleiðslu margra verkefna. Má þar til dæmis nefna Börn, Foreldra, Sveitabrúðkaup og XL.

Hrafninn gerist á Grænlandi um miðja 15. öld og segir frá ungri inúítakonu, Naaju, sem er angakoq eða andakallari í þorpi við Diskóflóa og Íslendingnum Mikjáli frá Eystribyggð. Leiðir þeirra liggja saman eftir að Naaja er rekin í útlegð og bjargar lífi Mikjáls þegar ísbjörn ræðst á hann og félaga hans í veiðiferð. Öðrum þræði fjallar Hrafninn um ráðgátuna um örlög norrænu byggðanna sem stofnað var til af landnemum frá Íslandi skömmu fyrir aldamótin 1000 en þær hurfu sporlaust í þoku tímans um fjórum öldum eftir leiðangur Eiríks rauða til Grænlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“