fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Hundar og Indverjar á bannlista

Ný breskur framhaldsmyndaflokkur á RÚV

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 24. maí 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sem höfum ánægju af breskum framhaldsþáttum, sem RÚV er iðið við að sýna, fögnum hverjum nýjum þætti. Einn slíkur er nýbyrjaður, Indian Summers frá BBC. Þættirnir, sem eru tíu, gerast á Indlandi á fjórða áratug síðustu aldar. Tími breska nýlenduveldisins er að líða undir lok á Indlandi og togstreita er milli Breta og innfæddra.

Fyrsti þáttur gerðist árið 1932 og flestar aðalpersónurnar eru hvítt fólk af aðalsættum, sú tegund fólks sem virðist eiga nóga peninga án þess að hafa nokkuð sérstakt fyrir stafni. Á þessum árum var tískan nokkuð sem hægt var að hrópa húrra fyrir. Þarna er því mikið um flottan klæðaburð og auk þess er landslagið hið glæsilegasta. Öll umgjörð þáttarins er því konfekt fyrir augun, eigi að marka þennan fyrsta þátt. En það var ekki allt sem sýnist, því um leið og maður dáðist að landslagi og prúðbúnu aðalsfólki glitti í illan aðbúnað innfæddra. Snemma í myndinni sást skilti fyrir framan veitingahús: Hundum og Indverjum bannaður aðgangur. Ekki löngu síðar sáum við aðalinn sitja við veisluborð sem svignaði undan krásum og síðan var staðið upp og enski þjóðsöngurinn sunginn og vitanlega skálað fyrir kónginum. Svona lifði aðallinn!
.

Það er ekki tímabært að gefa Indversku sumrunum einkunn, en fyrsti þáttur fór nokkuð vel af stað. Þarna virðist vera efni í ástir og örlög, misrétti og kúgun. Leikararnir standa sig allir vel og það var sérstaklega gaman að sjá þá þaulreyndu Julie Walters á skjánum, hún er alltaf góð.

Níu þættir eru eftir af Indversku sumrunum og vonandi verður atburðarásin á þann veg að maður vilji ekki missa af þætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað