fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Sigur bjartsýninnar

BAFTA-verðlaunamynd á RÚV

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 18. maí 2016 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BAFTA-verðlaunamyndin Engin takmörk, eða Marvellous, sem RÚV sýndi annan í hvítasunnu var einstaklega hugljúf og reyndar svo mjög að allir sem hafa horft á hana hljóta að hafa orðið snortnir. Myndin byggist á raunverulegum atburðum en þar er fjallað um líf Neil Baldwin, sem harðfullorðinn maður bjó enn hjá mömmu sinni, starfaði á yngri árum sem trúður en varð síðan lukkudýr fótboltaliðsins Stoke City. Myndin var sérstök blanda af heimildamynd og leikinni mynd. Leikarinn Toby Jones fór með hlutverk Baldwin en Baldwin sjálfum brá fyrir í nokkrum atriðum myndarinnar með Jones sem spurði hann ýmissa spurninga sem flestar snerust um líðan hans á ákveðnum tímapunktum.

Neil Baldwin, sem enn er á lífi, var maður sem talinn var einfaldur og þess vegna varð hann oft fyrir stríðni en meinlegar athugasemdir virtust aldrei fá á hann. Baldwin sagði sjálfur: „Ég vildi vera hamingjusamur svo ég ákvað bara að verða það.“ Hugsunarháttur eins og þessi er ekki einfaldur heldur mjög til eftirbreytni. Við vitum öll að við eyðum alltof miklum tíma í deilur, ósætti og alls kyns vesen, sem er tímaeyðsla sem rænir okkur hamingju.

Toby Jones var beinlínis stórkostlegur í hlutverki Neil Baldwin sem glataði aldrei barnslegu sakleysi sínu. Það var hrein unun að horfa á hann. Túlkun Gemmu Jones á móður hans var sömuleiðis mjög eftirminnileg en hún hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir leik sinn. Þau verðlaun hefði Toby Jones einnig átt að fá hefði allrar sanngirni verið gætt.

Marvellous er mynd sem fjallar að hluta til um fótbolta, en þarna var svo fagmannlega að verki staðið að jafnvel þeir sem engan áhuga hafa á þeirri íþrótt geta ekki annað en hrifist með. Tónlist lék svo stóran þátt í myndinni og jók enn á gleði áhorfenda. Þetta var mynd um mann sem talinn var einfaldur en var það alls ekki því hann kunni það sem svo mörgum tekst aldrei, sem er að vera hamingjusamur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2