fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Hvellsprungin hjörtu

Eurovision-óð þjóð heimtar blóð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. maí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Éttu skít, Evrópa,“ voru lokaorð mín í fjörlegri Twitter-umræðu vegna undankeppni Eurovision á þriðjudagskvöld. Tilefnið var ærið. Okkur hafði verið hafnað. Andstæðingar okkar höfðu augljóslega rottað sig saman og kosið kerfisbundið gegn Gretu Salóme og litla Íslandi. Afleiðingarnar mátti lesa um, heyra og sjá víða. Á heimilum landsmanna grétu lítil börn í fanginu á foreldrum sínum, á grúfu á gólfinu eða ein inni í herbergi eftir að hafa strunsað þangað bálreið og skellt á eftir sér. Gosið og bjórinn varð flatur á borðinu, ídýfan súrnaði og ryk féll á snakkið í skálinni. Eurovision-óð þjóð, heimtaði blóð.

Evrópa mátti éta skít, eða mín vegna a.m.k. Meirihluti fullorðins fólks bar þó harm sinn í hljóði, skrifaði kannski status á Facebook um vonbrigðin meðan aðrir vissu alltaf að svona myndi þetta enda. Við gætum víst sjálfum okkur um kennt. Lagið var ekki nógu gott og jada, jada. Leituðu með öðrum orðum að blóraböggli, meðan enn aðrir voru að venju voða harðir, horfðu nú ekki á þessa vitleysu og var alveg sama. Þeir hefðu samt mætt í Eurovision-partíið á laugardag og spangólað, ölfroðufellandi yfir stigagjöfinni. Þeir vita það sjálfir.

Lagið var samt fínt og flutningur og frammistaða Gretu óaðfinnanleg. Hljóðið á röddinni, eins og það skilaði sér heim í stofu, var þó eitthvað brogað fannst mér. Eins og hljóðneminn væri tæpur. Kannski var það bara ég að leita að blóraböggli sjálfur.

Við Íslendingar upplifum oft mikið óréttlæti þegar Eurovision snýr við okkur bakinu og sú tilfinning magnaðist hjá mörgum á þriðjudagskvöld, í ljósi þess að þetta verður annað árið í röð sem við verðum ekki með í aðalkeppninni. Það hafði reyndar verið einhver ókarakterískur Eurovision-doði yfir landinu undanfarnar vikur. Lagið heyrðist sjaldan sem aldrei í útvarpinu, stemmingin var lítil og yfirlýsingagleðin bæld. Þó að heyra hafi mátt hörðustu, íslensku Eurovision-hjörtun hvellspringa við höfnunina á þriðjudag þá munu partíin flest fara fram á laugardag. En þau verða aldrei eins. Íslandslaust Eurovision-teiti er eins og að vera boðflenna í eigin afmælisveislu, þar sem þú þekkir ekki einn einasta gest. Fyrir það eitt, má Evrópa gjarnan éta skít.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“