fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Maður sem enn skiptir máli

Heimildamynd um Nelson Mandela

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 10. maí 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin mannbætandi heimildamynd, Baráttan er líf mitt, þar sem fjallað var um Nelson Mandela, var sýnd á RÚV í síðustu viku. Umheimurinn veit ansi mikið um Mandela, manninn sem sat 27 ár í fangelsi en sneri þaðan staðráðinn í því að binda enda á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku.

Mótlæti leggst mismunandi á fólk, en fullyrða má að fæst okkar myndu ganga hugdjörf og jákvæð úr fangelsi eftir að hafa dúsað þar í 27 ár. Við værum rænd lífsgleði og myndum bitur velta okkur upp úr því öllum stundum að bestu árin væru glötuð. Enginn myndi áfellast okkur fyrir þann þankagang. Margir myndu vorkenna okkur en fáir dást að okkur. Nelson Mandela var annarrar gerðar. Hann lét mótlætið ekki buga sig og varð ekki beiskjufullur. Mandela horfði fram á við, leiddi líf sitt til sigurs og afrekaði það að gera heiminn betri. Hann var einstakur og líf hans og barátta skiptir okkur enn máli. Við þökkum fyrir tilvist hans.

Einn viðmælenda í þættinum sagði að eftir að Mandela var sleppt úr fangelsi hefði hann getað komið af stað blóðbaði með einni ræðu. Mandela valdi aðra leið, talaði fyrir sáttum, varð forseti Suður-Afríku og leiðtogi sem hlustað var á. „Stundum vinna góðu gæjarnir,“ sagði annar viðmælandi. Rétt er það en manni finnst að óneitanlega mættu þeir vinna oftar.

Við sáum fréttamyndir og viðtöl frá liðnum tíma. Ekki var þar allt fallegt. Í gömlum viðtalsbút sagði hvítur maður um blökkumenn: „Þeir eru nýkomnir niður úr trjánum og það tekur þá langan tíma að þróast.“ Hann var ekki afmyndaður af heift þegar hann mælti þessi orð, hann talaði eins og þarna væri um viðurkennda staðreynd að ræða.

Þarna voru sýndar gamlar fréttamyndir og svo nýlegri af Mandela. Þar var merkilegt að sjá að árin gæddu hann sífellt meiri mýkt. Útgeislunin jókst í æ meira mæli og göfgi var yfir honum. Árin höfðu greinilega fært honum visku. Það hlýtur að vera gott að eldast þannig.

Við gleymum ekki Nelson Mandela. Heimurinn eignast því miður ekki marga slíka menn en það er sannarlega alltaf jafn mikil þörf á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“