fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Gott sumar með Game of Thrones

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 30. apríl 2016 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil eftirvænting var á heimili höfundar þessa pistils fyrir frumsýningu á fyrsta þætti sjöttu þáttaraðar af Game of Thrones um síðustu helgi. Reyndar var ykkar einlægur fullkomlega einn um að upplifa þá eftirvæntingu á heimilinu en hún var samt allt að því áþreifanleg. Öðru heimilisfólki gat ekki staðið meira sama. Um talsvert skeið hef ég nefnilega verið mikill aðdáandi sagnabálksins sem George R.R. Martin hefur gengið alltof hægt að skapa. Nú er svo komið að sjónvarpsþættirnir eru komnir fram úr bókum Martins, sem ég hef lesið spjaldanna á milli, og því upplifði ég það í fyrsta sinn að vita ekkert hvaða stefnu sagan myndi taka. Það var góð tilbreyting frá þeirri tilfinningu að vita nánast hvert skref sem söguhetjurnar stíga eða að pirra sig á því þegar framleiðendur þáttanna „styttu sér leið“ í gegnum söguþráð bókanna.

Það var því afar góð stund sem ég átti með þessum vinum mínum á skjánum, hvort sem um var að ræða endurnýjun kynna við sjarmerandi aðalpersónur eins og Daenerys eða Tyrion eða að finna fyrirlitninguna í garð Ramsey Bolton vaxa, nánast umfram það sem eðlilegt getur talist. Sennilega komast fáir höfundar með tærnar þar sem Martin hefur hælana í sköpun á viðurstyggilegum illmennum. Ungur konungur af Lannister-ætt var svo hataður í þáttunum að ólíklegt verður að teljast að sjónvarps- eða kvikmyndaunnendur gætu samþykkt leikarann í einhverju öðru hlutverki í framtíðinni. Blessunarlega hefur leikarinn ungi látið hafa eftir sér að hlutverkið verði að öllum líkindum hans síðasta, hugurinn stefni annað.

Almennt virðast aðdáendur hafa verið afar ánægðir með nýjan þátt. Sögur einstakra persóna þróuðust áfram án þess að eitthvað krassandi ætti sér stað en nóg var um dularfull atriði sem hafa ýtt undir fjölmargar kenningar um framhaldið sem aðdáendur ræða sín á milli. Eins rangt og það kann að hljóma þá stefnir í frábært sumar fyrir framan imbakassann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést