fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Nornaveiðar af gamla skólanum

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 19. apríl 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nornaveiðar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár og enginn þjóðfélagshópur svo valdamikill að hann álíti ekki að hann verði fyrir barðinu á slíku þegar hann er gagnrýndur. Því er hressandi að sjá mynd um hinar raunverulegu nornaveiðar, sem áttu sér stað bæði í Evrópu og Norður-Ameríku á 17. öld og Hrafn Gunnlaugsson gerði ágætis skil í Myrkrahöfðingjanum.

Frægasta skáldverkið um nornafárið er Eldraun Arthurs Miller, sem hefur verið kvikmynduð með Daniel Day-Lewis og frábærlega sett upp af Þjóðleikhúsinu nýlega. Sú saga fjallaði í raun um ofsóknir mccarthyismans, en í The Witch er farin allt önnur leið. Því hér eru nornirnar raunverulegar. Eða hvað?

Þessi mynd er eiginlega ekki eins og nein önnur, sem hlýtur eitt og sér að teljast kostur.

Þetta er í raun hin hliðin á sögu Millers, sjónarhóll samtímans þar sem hið yfirnáttúrulega er jafn raunverulegt og hvað annað. Tungumálið er sótt beint í frumheimildir og verður maður að hafa sig allan við til að skilja það, en þetta, ásamt firnasterkum leik bæði barna og fullorðinna, gerir að verkum að hún fangar tímabilið vel og virkar raunsæisleg þrátt fyrir yfirnáttúrulegan efnivið.

Þeir sem eiga von á hefðbundinni hryllingsmynd verða vísast fyrir vonbrigðum, það er myndin ekki. Þessi mynd er eiginlega ekki eins og nein önnur, sem hlýtur eitt og sér að teljast kostur. Það bregður fyrir ádeilu á múgsefjun í anda Millers, en einnig eru farnar ótroðnar slóðir eins og í annarri nornamynd, Blair Witch Project, sem oft hefur verið stæld síðan. Maður veit ekki alveg hvar maður hefur mynd þessa, en hún situr lengi með manni.

Blair Witch mætir Arthur Miller, það gæti verið mun verra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar