fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Spjallað um hönnun og nýsköpun

Hönnunarmars hefst með fyrirlestrardeginum DesignTalks á fimmtudag

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 9. mars 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin árlega hönnunarhátíð HönnunarMars fer fram um helgina. Á þessari uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar sameinast allar greinar hönnunar: arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun, fata- og vöruhönnun. Um hundrað viðburðir eru á dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags, sýningar, uppákomur, innsetningar, kaupstefnur og fyrirlestrar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.

HönnunarMars hefst með fyrirlestradeginum DesignTalks í Hörpu á fimmtudag en þema ráðstefnunnar er „Hönnun, leiðandi afl í nýsköpun.“

Þar munu íslenskir og þekktir erlendir hönnuðir ræða um vinnu sína, þeirra á meðal grafíski hönnuðurinn Jonathan Barnbrook sem vann mikið með David Bowie, Maria Losogorskaya úr ung-arkitektahópnum Assemble sem hlaut Turner-verðlaunin 2015, Lauren Bowker sem blandar saman efnafræði og fatahönnun til að sýna það sem augað nemur ekki, Maria Guidice sem hefur stýrt hönnunarverkefnum hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Autodesk, Tom Loosemore sem leiddi meðal annars risaverkefnið GOV.UK, og hönnunarteymið Studio Swine (Azusa Murakami og Alexander Groves) sem hanna hluti úr plastinu sem flýtur um og mengar sjóinn.

Nánast allt í okkar manngerða umhverfi er hönnun

„Það má alveg færa rök fyrir því að hönnun geti ekki verið neitt annað en nýsköpun, því það snýst alltaf um það að endurhugsa hlutina og gera þá betri. Það er það sem hönnun gengur í rauninni út á,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir sem mun stýra umræðum á DesignTalks.

„Það sem vakir fyrir okkur og okkur fannst spennandi að taka fyrir þetta árið sem þema, er á að skoða hönnun út frá víðu samhengi og út frá því hvaða snertifleti hún hefur við almenning og okkur öll. Því hönnun er auðvitað eitthvað sem við rekumst á daglega. Nánast allt í okkar manngerða umhverfi er hönnun.“

Upplýsingar um alla viðburði á HönnunarMars má sjá á vefsíðu hátíðarinnar www.honnunarmars.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot