fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025

Frumlegheit á steinöld

Dómur um tölvuleikinn Far Cry Primal á Playstation 4

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður varla annað sagt en að tölvuleikjaárið 2016 hafi farið rólega af stað. Í lok febrúar kom þó fyrsti stóri titill ársins út og var þar á ferðinni nýjasti leikur Ubisoft, Far Cry Primal.

Far Cry-leikirnir hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og það ekki að ástæðulausu. Leikirnir eru opnir og gerast í framandi umhverfi sem gerir þá að algjöru augnakonfekti, sérstaklega í nýjustu kynslóð leikjatölva.

Ubisoft ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í Primal. Leikurinn gerist á steinöld, nánar tiltekið við upphaf miðsteinaldar, 10 þúsund árum fyrir krist, og snýst að stærstum hluta í kringum veiðimann, Takkar, sem tilheyrir Wenja-ættbálknum sem má muna fífil sinn fegurri. Takkar þarf að beita klókindum til að lifa af í hörðum heimi þar sem stórhættuleg rándýr, loðfílar og sverðkettir þar á meðal, eru á hverju strái.

Eins og þeir sem þekkja Far Cry-leikina vita þá hafa bílar og byssur leikið stórt hlutverk. Þar sem leikurinn gerist á steinöld er ekki fyrir þessari tegund hasar að fara í leiknum, en þess í stað eru komin frumstæð vopn.

Sérstaða Primal er sú staðreynd að leikurinn gerist á steinöld. Undirritaðan rekur ekki minni til þess að annar stór leikur hafi gerst á þessum forsögulega tíma og má að því leyti segja að Ubisoft hafi tekið nokkra áhættu. Steinöld býður jú ekki upp á neinn bíla- eða byssuhasar sem margir þrífast á og sækja í.

Ubisoft gerir margt vel í Primal en annað hefði mátt vera betra. Takkar þarf að leysa ýmis verkefni af hendi; veiða og temja dýr, vinna landsvæði af óvinum og auka styrk og getu til að berjast eftir því sem líður á leikinn. Verkefnin eru ögn tilbreytingarsnauð og flöt en eru samt sem áður nógu skemmtileg til að halda spiluninni áfram. Það er alltaf nóg um að vera og aldrei dauður tími í leiknum þó um sé að ræða opinn heim þar sem þú getur ferðast um óhindrað. Það vantar samt miklu meiri fjölbreytni – jafnvel hugmyndaauðgi – til að leikurinn standist bestu leikjum dagsins í dag snúning.

Far Cry Primal er samt skemmtilegur leikur með einstöku sögusviði, flottu umhverfi og góðri grafík. Þarna fá spilarar eitthvað nýtt og þú færð aldrei á tilfinninguna að Ubisoft hafi kastað til hendinni við þróun og framleiðslu leiksins. Þegar öllu er á botninn hvolft er Primal ágæt skemmtun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Er efstur á óskalista United í janúar

Er efstur á óskalista United í janúar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum
Veirufaraldur í Kína
433
Fyrir 14 klukkutímum

Frábært gengi Forest heldur áfram – Stórsigur í kvöld

Frábært gengi Forest heldur áfram – Stórsigur í kvöld
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Netglæpamenn þykjast vera íslenskur sóknarprestur – Bjóða ókeypis tjaldvagn

Netglæpamenn þykjast vera íslenskur sóknarprestur – Bjóða ókeypis tjaldvagn