fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Zootopia sló met Frozen

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 7. mars 2016 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teiknimyndin Zootopia var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Banadaríkjunum um helgina og er óhætt að segja að myndin hafi farið vel af stað. Zootopia halaði inn 73,7 milljónir Bandaríkjadala og sló þar með met sem Frozen setti árið 2013, en tekjur af henni fyrstu sýningarhelgina námu 67,4 milljónum dala.

Zootopia segir frá skrautlegum og litríkum dýrum í óþekktri stórborg. Segir myndin frá kanínunni Judy Hopps sem er nýbyrjuð í lögregluliði borgarinnar. Hún kynnist brögðóttum ref, Nick Wilde, og þegar dularfullir atburðir fara að gerast þurfa þau að vinna saman að úrlausn mála. Myndin hefur hlotið góða dóma hjá gagnrýnendum, en um er að ræða 55. Disney-myndina í fullri lengd.

Af þeim myndum sem frumsýndar hafa verið í marsmánuði, er myndin sú fjórða aðsóknarmesta í sögunni. Útlit er fyrir að velgengnin muni halda áfram enda verða tiltölulega fáar stórmyndir frumsýndar á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað