fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Zootopia sló met Frozen

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 7. mars 2016 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teiknimyndin Zootopia var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Banadaríkjunum um helgina og er óhætt að segja að myndin hafi farið vel af stað. Zootopia halaði inn 73,7 milljónir Bandaríkjadala og sló þar með met sem Frozen setti árið 2013, en tekjur af henni fyrstu sýningarhelgina námu 67,4 milljónum dala.

Zootopia segir frá skrautlegum og litríkum dýrum í óþekktri stórborg. Segir myndin frá kanínunni Judy Hopps sem er nýbyrjuð í lögregluliði borgarinnar. Hún kynnist brögðóttum ref, Nick Wilde, og þegar dularfullir atburðir fara að gerast þurfa þau að vinna saman að úrlausn mála. Myndin hefur hlotið góða dóma hjá gagnrýnendum, en um er að ræða 55. Disney-myndina í fullri lengd.

Af þeim myndum sem frumsýndar hafa verið í marsmánuði, er myndin sú fjórða aðsóknarmesta í sögunni. Útlit er fyrir að velgengnin muni halda áfram enda verða tiltölulega fáar stórmyndir frumsýndar á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Í gær

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn