fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Til varnar blaðamennskunni

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 4. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er komin ein fyrsta sögulega kvikmyndin sem gerist á 21. öld. Vafalaust eiga þær eftir að verða mun fleiri. Myndin gerist árið 2001, sem er þegar farið að minna á veröld sem var. Það eru engir snjallsímar, og þótt netið sé vissulega komið til sögunnar eyða blaðamenn mun meira tíma í að grufla í spjaldskrám en að gúggla. Barnaníð er eitthvað sem ekki er talið eiga heima á forsíðum blaðanna, en við fylgjumst með því breytast, og jafnframt er þetta ef til vill í síðasta skipti sem dagblöð raunverulega skiptu máli.

Vafalaust öfundast íslenskir blaðamenn út í þessa kollega sína sem fá marga mánuði til að rannsaka málin frekar heldur en einn eftirmiðdag

Allir leikarar skila sínu með sóma, án þess að vera of mikið að sýnast. Þetta er mynd sem fjallar um starfið sjálft en ekki einkalíf persónanna og er þetta því líklega ein „hreinasta“ blaðamannamyndin síðan „All the President‘s Men“. Engin tilraun er gerð til að gera söguna meira Hollywood-lega, heldur byggist hún algerlega á raunverulegum atburðum. Boston er hér lýst sem smábæ þar sem allir þekkja alla og því ganga hagsmunir á þvers og kruss, en vafalaust öfundast íslenskir blaðamenn út í þessa kollega sína sem fá marga mánuði til að rannsaka málin frekar heldur en einn eftirmiðdag.

Myndin heldur manni frá byrjun til enda eftir því sem meira og meira kemur í ljós og er uppbyggingin til fyrirmyndar. Maður fer næstum aftur að fá trú á þessari stétt sem svo mjög hefur fallið í almenningsálitinu undanfarin ár. Vonandi verður hún einhverjum hvatning til að leggja stund á þennan hornstein lýðræðisins, rannsóknarblaðamennskuna. Fyrir aðra er hún í það minnsta góð leið til að verja kvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár